Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 29. júní 2019 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Þurfa 150 milljónir til að kaupa Pogba
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ekki mörg félög í heiminum sem geta leyft sér launapakkann sem fylgir Gareth Bale.
Ekki mörg félög í heiminum sem geta leyft sér launapakkann sem fylgir Gareth Bale.
Mynd: Getty Images
Ianis Hagi þykir mikið efni.
Ianis Hagi þykir mikið efni.
Mynd: Getty Images
Leikmannamarkaðurinn er að hitna þessa dagana og er hægt að búast við stórum félagaskiptum yfir helgina og í næstu viku, er við förum inn í júlí. Hér fyrir neðan má sjá slúður dagsins, í boði Powerade.



Real Madrid þarf að borga 150 milljónir punda til að fá Paul Pogba, 26, frá Manchester United. (Mirror)

Arsenal er tilbúið til að hlusta á tilboð í Pierre-Emerick Aubameyang, 30, en ólíklegt er að hann fari til Man Utd eða Liverpool. (90min)

Wilfried Zaha, 26, er búinn að biðja um sölu frá Crystal Palace til Arsenal. Palace metur kantmanninn sinn á 80 milljónir punda, sem er of mikið fyrir Arsenal. (MIrror)

Chelsea mun kynna Frank Lampard sem nýjan stjóra fyrir fyrstu æfingu undirbúningstímabilsins, sem hefst á mánudaginn. (Sun)

Man Utd hefur trú á að það geti gengið frá kaupum á miðjumönnunum Sean Longstaff, 21, og Bruno Fernandes, 24. (Evening Standard)

Það sást til fjölskyldu Christian Eriksen, 27, í Madríd þar sem hún skoðaði hús. Danski landsliðsmaðurinn hefur verið orðaður sterklega við Real Madrid í sumar. (Times)

Chelsea neitar að selja Alvaro Morata, 26, fyrir minna en 50 milljónir punda. Morata vill spila fyrir Atletico en þessi upphæð gæti verið of há fyrir félagið. Morata er á tveggja ára lánssamning en Chelsea getur endurkallað hann úr láninu og mun gera það í sumar. (Telegraph)

Mauricio Pochettino er búinn að segja við Daniel Levy, eiganda Tottenham, að það sé nauðsynlegt fyrir félagið að kaupa gæðaleikmenn í sumar. (Sun)

Gareth Bale, 29, verður áfram hjá Real Madrid þar sem ekkert félag virðist vera reiðubúið til að kaupa kantmanninn og borga ofurlaun hans. (Mirror)

Wayne Rooney ætlar að gerast knattspyrnustjóri og er þegar byrjaður að læra á starfið. Hann hefur verið að fá góð ráð frá Domenec Torrent, fyrrum aðstoðarþjálfara Pep Guardiola og núverandi þjálfara New York City í MLS deildinni. (Sun)

Real og Atletico Madrid funduðu um Antoine Griezmann, 28. Allar líkur eru á að hann endi þó uppi hjá Barcelona. (L'Equipe)

Barcelona er á höttunum eftir Ianis Hagi, 20, sem hefur verið að gera frábæra hluti á EM U21 með Rúmeníu. Ianis er sonur rúmensku goðsagnarinnar Gheorghe Hagi. (One Football)

Arsenal, West Ham og Crystal Palace eru að skoða að bjóða Gary Cahill, 33, samning. Hann varð samningslaus fyrr í sumar eftir sjö ár hjá Chelsea. (90min)

Liverpool mun fá allt að 7 milljónum punda frá Sporting fyrir Rafael Camacho, 17. (Evening Standard)

Radamel Falcao, 33, vill ganga til liðs við Inter Miami í MLS deildinni þegar samningur hans við Mónakó rennur út. David Beckham er eigandi Inter Miami. (Sun)

Aston Villa ætlar að bjóða í Matt Targett, 23 ára bakvörð Southampton. (Express og Star)

Slaven Bilic, þjálfari West Brom, vill fá Julian Dicks til starfa hjá félaginu. Þeir léku saman hjá West Ham og vill Bilic nýta þekkingu hans í þjálfarateymi sitt. (Express og Star)
Athugasemdir
banner
banner