banner
   mið 29. júní 2022 20:44
Brynjar Ingi Erluson
Richarlison búinn að semja um kaup og kjör
Richarlison er að ganga í raðir Tottenham
Richarlison er að ganga í raðir Tottenham
Mynd: EPA
Brasilíski sóknarmaðurinn Richarlison hefur náð samkomulagi við Tottenham Hotspur um kaup og kjör en hann er að ganga í raðir félagsins frá Everton.

Þessi litríki sóknarmaður hefur ákveðið að segja skilið við Everton eftir fjögurra ára dvöl en hann hefur án efa verið einn besti leikmaður liðsins síðan hann kom frá Watford.

Hann skoraði 10 deildarmörk fyrir Everton á síðustu leiktíð en er nú að ganga í raðir Tottenham.

Félagið hefur verið í viðræðum við Everton síðustu daga og er stutt í samkomulag en kaupverðið er talið nema um 60 milljónum punda.

Blaðamennirnir, Alasdair Gold og Fabrizio Romano, segja að Richarlison sé búinn að semja um kaup og kjör við Tottenham og nú sé verið að ganga frá öllum lausum endum.

Everton vill klára söluna áður en frestur um að skila inn skýrslu til FFP rennur út á morgun.

Richarlison verður fjórði leikmaðurinn sem Tottenham fær í glugganum en Ivan Perisic, Fraser Forster og Yves Bissouma voru allir fengnir til félagsins á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner