Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 29. október 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Reynir Haralds áfram hjá Fjölni
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Reynir Haraldsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Fjölni.

Þessi 29 ára gamli varnarmaður er uppalinn hjá ÍR en hann gekk til liðs við FJölni árið 2022 og hefur verið fastamaður í liðinu síðan.

Hann lék alla leiki liðsins í Lengjudeildinni í sumar þar sem liðið fór í umspil um sæti í Bestu deildinni en datt út í undanúrslitunum. Hann á að baki 259 leiki á ferlinum og hefur skorað í þeim 25 mörk.


Fótbolti.net ræddi við hann í síðasta mánuði og þá virtist staðan vera ansi óljós en nú er ljóst að hann verði áfram hjá félaginu.

„Eins og staðan er núna er ég að renna út í næsta mánuði, smá sérstök staða hjá mér hef ekki áður orðið alveg samningslaus," sagði Reynir.

„Ég hef ekkert heyrt frá Fjölni eða hvort það sé yfir höfuð áhugi það verður bara að koma í ljós. Ég veit af áhuga annars staðar en hef ákveðið að taka bara einn dag í einu í þessu næstu vikur/mánuði og vera ekki að þvinga neitt. Njóta þess núna svolítið að vera með dóttur minni á þessum æfingatímum."


Athugasemdir
banner
banner