Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 26. september 2024 18:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Óþægilegt að hafa ekkert heyrt frá Fjölni - „Röð mistaka"
Lengjudeildin
Hefur leikið síðustu þrjú árin með Fjölni.
Hefur leikið síðustu þrjú árin með Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reynir í baráttunni við Hrannar Snæ í einvíginu gegn Aftureldingu.
Reynir í baráttunni við Hrannar Snæ í einvíginu gegn Aftureldingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það gekk frábærlega hjá Fjölni framan af sumri.
Það gekk frábærlega hjá Fjölni framan af sumri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir fór líka í undanúrslit umspilsins í fyrra.
Fjölnir fór líka í undanúrslit umspilsins í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mjög kaflaskipt tímabil hjá Fjölni.
Mjög kaflaskipt tímabil hjá Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reynir Haraldsson verður samningslaus í næsta mánuði en hann var að ljúka sínu þriðja tímabili með Fjölni í Lengjudeildinni. Hann var keyptur í Grafarvoginn frá uppeldisfélaginu ÍR vorið 2022.

Reynir er 29 ára vinstri bakvörður sem hefur spilað alla deildarleiki nema einn frá komu sinni í Grafarvoginn. Fótbolti.net hafði samband við Reyni í dag.

„Eins og staðan er núna er ég að renna út í næsta mánuði, smá sérstök staða hjá mér hef ekki áður orðið alveg samningslaus," segir Reynir.

„Ég hef ekkert heyrt frá Fjölni eða hvort það sé yfir höfuð áhugi það verður bara að koma í ljós. Ég veit af áhuga annars staðar en hef ákveðið að taka bara einn dag í einu í þessu næstu vikur/mánuði og vera ekki að þvinga neitt. Njóta þess núna svolítið að vera með dóttur minni á þessum æfingatímum."

Finnst þér skrítið að Fjölnismenn séu ekki búnir að ræða við þig?

„Ég veit svo sem ekki hvernig staðan hjá þeim er eða hvernig venjan hjá þeim er í þessum málum en mér finnst auðvitað smá óþægilegt að hafa ekki fengið samtalið allaveganna um hvort það sé samningur eða engin samningur," segir Reynir.

Fótbolti.net ræddi einnig við Axel Frey Harðarson sem er sömuleiðis að verða samningslaus og hafði hann sömu sögu að segja; ekki var búið að ræða við hann um mögulegt framhald í Grafarvogi.

„Röð mistaka alveg frá okkur leikmönnum og upp í stjórn"
Reynir var svo spurður út í tímabilið hjá Fjölni. Liðið byrjaði virkilega vel og var lengi vel á toppi deildarinnar. En um mitt mót byrjaði að halla undan fæti og liðið vann ekki í sjö leikjum í röð.

„Tímabilið var bara efni í góða bók. Það hafði enginn trú á okkur fyrir mót enda leit ekki vel út að missa þennan kjarna sem við misstum. Byrjuðum þetta augljóslega mjög vel og ég er ótrúlega heppinn að hafa fengið að spila í sömu varnarlínu og ég spilaði í þótt þeir séu næstum tíu árum yngri en ég. Við erum að vinna þessa leiki oft með einu marki og margir 1-0 sigrar og hlutirnir eru svolítið að falla með okkur. "

„Það er síðan mjög margt sem gerist í rauninni en í grófum dráttum er þetta bara gamla góða stöngin út. Við erum ekki að nýta færin okkar og byrjum í fyrsta skipti að fá mörk á okkur. Þegar maður horfir til baka þá er mjög margt sem við augljóslega hefðum átt að gera betur en ég vil ekki vera að beina fingrum. Ég er næst elstur í þessu liði og það er hellingur sem ég hefði átt að gera betur, hellingur sem ég hefði mögulega átt að segja og það er bara eitthvað sem ég verð að finna hjá mér hvað ég hefði geta gert. Menn verða svo að finna hjá sér hvað það var sem þeir gerðu vitlaust enda var þetta röð mistaka alveg frá okkur leikmönnum og upp í stjórn."


Umræðan truflaði ekki
Umræða um fjárhagsvandamál Fjölnis hefur nokkrum sinnum komið upp á þessu ári. Fundu leikmenn fyrir því að staðan væri slæm?

„Umræðan um fjárhaginn truflaði leikmenn ekkert. Úlli negldi það vel í viðtölum á sínum tíma, vorum með bolta og keilur og toppmenn. Einnig vorum við að vinna alla leiki á þessum tíma þannig sú umræða bara þétti hópnum saman svona ef eitthvað er."
   23.05.2024 20:43
Úlfur: Við erum með bolta, keilur og vesti

Vonbrigði að ekki var sóttur liðsstyrkur
Um mitt mót fóru þrír leikmenn úr hópi Fjölnis í háskólanám. Voru vonbrigði að fá ekki styrkingu í glugganum þegar ljóst var að menn færu út í skóla og staðan í deildinni góð?

„Það voru mjög mikil vonbrigði að hafa ekki styrkt liðið í glugganum að mínu mati. Það var mjög nauðsynlegt að stuða hópinn sérstaklega á tímapunktinum okkar þar sem við vorum byrjaðir að tapa stigum og hefðum þurft leikmenn bara til að koma okkur aftur upp á tærnar. Líka bara eins og þú segir til að fylla upp í skarð Orra (Þórhallssonar) og Kristófers (Dags Arnarssonar) sem eru tveir mjög mikilvægir leikmenn í okkar liði."

„Ég ætla samt ekki að taka neitt af ungu strákunum sem komu til baka til okkar úr láni frá Vængjunum. Þrír leikmenn sem munu allir spila með Fjölni og geggjað að spila með Rafael Mána (Þrastarsyni), gamla unglingnum mínum úr félagsmiðstöðinni,"
segir Reynir.

Fjölnir var í þeirri stöðu fyrir lokaumferðina að sigur hefði getað dugað til þess að vinna deildina og fara beint upp. Úr varð að toppliðið, ÍBV, missteig sig, en Fjölnir tapaði á sama tíma og þurfti því að fara í umspilið. Fjölnir endaði í 3. sæti deildarinnar, mætti Aftureldingu í undanúrslitum umspilsins en tapaði því einvígi samanlagt 3-1.
Athugasemdir
banner
banner
banner