Andrés Balanta, 22 ára miðjumaður sem hafði leikið þrisvar sinnum fyrir U23 landslið Kólumbíu og 19 sinnum fyrir U20 og U17 landsliðin, lést í dag.
Samkvæmt fjölmiðlum í Kólumbíu hneig Balanta niður á æfingu hjá Atletico Tucumán, þar sem hann leikur á láni frá Deportivo Cali, og lést nokkru síðar.
Balanta og félagar æfðu í miklum hita í dag en óljóst er hversu mikinn þátt hitastigið spilaði inn í þetta hörmulega andlát.
Balanta fór með U17 og U20 landsliðum Kólumbíu á HM og tók þátt í æfingaleikjum fyrir Ólympíuleikana með U23 liðinu.
Athugasemdir