Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fös 29. nóvember 2024 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sögurnar um Arnar ekki truflandi - „Ekki bara besti þjálfarinn á Íslandi heldur í Evrópu að mínu mati"
Tekur Arnar við landsliðinu?
Tekur Arnar við landsliðinu?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karl Friðleifur er í stóru hlutverki hjá V?ingi. Hann er á sínu fjórða ári undir stjórn Arnars eftir að hafa komið frá Breiðablki.
Karl Friðleifur er í stóru hlutverki hjá V?ingi. Hann er á sínu fjórða ári undir stjórn Arnars eftir að hafa komið frá Breiðablki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karl Friðleif Gunnarsson ræddi við Fótbolta.net í dag um leik Víkings og FC Noah í Sambandsdeildinni sem fram fór í gærkvöldi.

Hann hrósaði Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, fyrir uppleggið.

„Við spiluðum nýtt kerfi 3-4-3 sem að Arnar stillti fullkomlega upp fyrir þennan leik," sagði Kalli.

Lestu um leikinn: FC Noah 0 -  0 Víkingur R.

Arnar hefur síðustu daga og vikur verið sterklega orðaður við landsliðsþjálfarastarfið og er talinn sá líklegasti til að taka við liðinu en Age Hareide lét af störfum í vikunni.

Kalli var spurður hvort að sögusagnirnar um Arnar og landsliðið séu mikið ræddar í hópnum og hvort þær séu truflandi.

„Nei það truflar alls ekki, en menn tala alveg um það. Hann er búinn að sýna það að hann er ekki bara besti þjálfarinn á Íslandi heldur í Evrópu að mínu mati. Það er því alveg eðlilegt að hann sé orðaður við íslenska landsliðið," segir Kalli.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner