Rashford vill fara til Barcelona - Man Utd gæti reynt að skipta á Rashford og Osimhen - Ferguson og Williams orðaðir við Arsenal
   þri 26. nóvember 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Arnar um landsliðið: Sama ferli og með Norrköping
Icelandair
Hefur unnið tvo Íslandsmeistaratitla og fjóra bikartitla sem þjálfari Víkings.
Hefur unnið tvo Íslandsmeistaratitla og fjóra bikartitla sem þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ þarf að fá leyfi frá Víkingi ef sambandið vill ræða við Arnar Gunnlaugsson. Kári Árnason er yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
KSÍ þarf að fá leyfi frá Víkingi ef sambandið vill ræða við Arnar Gunnlaugsson. Kári Árnason er yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Arnar Gunnlaugsson. þjálfari Víkings, er annar af tveimur sem eru hvað mest orðaðir við íslenska karlalandsliðið. Age Hareide hætti sem þjálfari liðsins í dag og eru nöfn Arnar og Freys Alexanderssonar mikið nefnd í tengslum við landsliðsþjálfarastöðuna.

Fótbolti.net ræddi við Arnar sem staddur er í Jerevan í Armeníu. Þar undirbýr hann lið sitt fyrir leik gegn FC Noah á fimmtudag.

Hefur þú áhuga á þessu starfi?

„Ég er ekkert að spá í þessu núna. Það er mikill fókus á þetta verkefni sem núna er í gangi. Ég las fréttirnar í gær og Þorvaldur svaraði þessu mjög vel. Hann er fótboltagaur, þekkir leikinn. Það hellast örugglega inn umsóknir og þess háttar. Ég er ekkert að spá í þessu ef ég segi eins og er og meina það innilega," segir Arnar.

Hefurðu rætt við Kára Árnason um möguleikann að taka við landsliðinu í framtíðinni?

„Nei, við höfum ekki átt eitt samtal um landsliðið. Ekki neitt. Í mínum huga fer þetta bara nákvæmlega eins og með Norrköping. Ef KSÍ hefur áhuga hefur það samband við Víking og annað hvort fá þeir leyfi eða ekki. Ef þeir fá leyfi þá er það fínt, ef ekki þá bara strandar það á því. Þannig var þetta með Norrköping. Það sem er ekki í mínum höndum er ég ekkert að spá og spekúlera í."

Það að þjálfa landsliðið, er það eitthvað sem þú vilt hafa gert áður en þjálfaraferlinum lýkur?

„Pottþétt áður en ég dey, alveg klárlega. Ég ætla vona að ég eigi nokkur ár eftir," segir Arnar og hlær.

Arnar minntist á Norrköping í viðtalinu en sænska félagið reyndi að fá hann frá Víkingi fyrir um ári síðan. Arnar fór í viðræður við Norrköping en Víkingur hafnaði svo tilboði sænska félagsins í þjálfarann.
Athugasemdir
banner
banner
banner