Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
   fös 29. nóvember 2024 23:40
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: St. Pauli vann nýliðaslaginn
St. Pauli 3 - 1 Holstein Kiel
1-0 Manolis Saliakas ('25 )
1-0 Fiete Arp ('45 , Misnotað víti)
2-0 Morgan Guilavogui ('56 )
3-0 Johannes Eggestein ('85 )
3-1 Phil Harres ('90 )

St. Pauli vann frábæran 3-1 sigur á Holsten Kiel í nýliðaslag þýsku deildarinnar í kvöld.

Liðin voru bæði í harðri baráttu um B-deildina á síðasta ári en St. Pauli hafði þar sigur á endanum en liðið endaði með einu stigi meira en Holsten Kiel.

St. Pauli vann báða leikina gegn Kiel á síðasta ári og hélt sigurgangan áfram í kvöld.

Manolis Saliakis skoraði með laglegu skoti frá vítateigslínunni sem hafnaði í stöng og inn. Jan Fiete Arp gat jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks er gestirnir fengu víti, en Nikola Vasilj varði meistaralega.

Heimamenn náðu í annað markið á 56. mínútu er Morgan Guilavogui fékk boltann hægra megin í teignu, einn á móti markverði, og skoraði örugglega.

Johannes Eggestein gerði út um leikinn með þriðja markinu eftir glæsilega sendingu Phillipp Treu. Þýski miðjumaðurinn bauð upp á sannkallaða Guti-sendingu inn fyrir vörnina á Eggestein sem skaut að marki. Timon Weiner, markvörður Holsten, kom puttunum í skotið, en þó ekki nóg til að bjarga marki.

Undir lokin skoruðu Holsten-menn sárabótarmark er Phil Harres kom boltanum í netið en lengra komust þeir ekki. Fyrsti heimasigur St. Pauli staðreynd og liðið nú í 15. sæti með 11 stig en Holsten í 17. sæti með 5 stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 6 6 0 0 25 3 +22 18
2 Dortmund 6 4 2 0 12 4 +8 14
3 RB Leipzig 6 4 1 1 8 8 0 13
4 Stuttgart 6 4 0 2 8 6 +2 12
5 Leverkusen 6 3 2 1 12 8 +4 11
6 Köln 6 3 1 2 11 9 +2 10
7 Eintracht Frankfurt 6 3 0 3 17 16 +1 9
8 Freiburg 6 2 2 2 9 9 0 8
9 Hamburger 6 2 2 2 6 8 -2 8
10 St. Pauli 6 2 1 3 8 9 -1 7
11 Hoffenheim 6 2 1 3 9 12 -3 7
12 Werder 6 2 1 3 9 14 -5 7
13 Union Berlin 6 2 1 3 8 13 -5 7
14 Augsburg 6 2 0 4 11 13 -2 6
15 Wolfsburg 6 1 2 3 8 10 -2 5
16 Mainz 6 1 1 4 5 10 -5 4
17 Heidenheim 6 1 0 5 4 11 -7 3
18 Gladbach 6 0 3 3 5 12 -7 3
Athugasemdir
banner