Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   fös 29. nóvember 2024 13:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var íslenskur unglingalandsliðsmaður en er nú næsta stjarna Bandaríkjanna
Cole hér lengst til vinstri.
Cole hér lengst til vinstri.
Mynd: Getty Images
Var í unglingalandsliðum Íslands áður en hann valdi Bandaríkin.
Var í unglingalandsliðum Íslands áður en hann valdi Bandaríkin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stóri vefmiðillinn Goal fjallar um það að Cole Campbell gæti orðið næsta stjarna bandaríska fótboltans.

Cole, sem varð 18 ára fyrr á þessu ári, er alinn upp í Bandaríkjunum en er með íslenskan ríkisborgararétt. Hann flutti til Íslands árið 2020 og spilaði með FH og Breiðabliki áður en hann gekk í raðir þýska stórliðsins Borussia Dortmund.

Campbell á sjö leiki og tvö mörk að baki fyrir U17 ára landslið Íslands. Hann er sonur Rakelar Bjarkar Ögmundsdóttur sem var kjörin besta fótboltakona Íslands um aldamótin. Faðir hans er bandarískur.

Hann valdi fyrr á þessu ári að spila frekar fyrir Bandaríkin en Ísland, en Cole er orðinn hluti af aðalliðinu hjá Dortmund sem er eitt stærsta félagið í Þýskalandi.

„Fyrir sex mánuðum var hann upprennandi íslenskur unglingalandsliðsmaður en núna er hann eitthvað annað," segir í grein Goal og er fjallað um það að lífið hafi skyndilega breyst mjög mikið fyrir Cole.

„Á mjög skömmum er Cole sá sem á að verða næsta stjarna bandaríska fótboltans."

Augu bandarískra fórboltaáhugamanna eru á Cole sem segir að langtímamarkmið sitt sé að verða besti fótboltamaður í heimi, vinna hin virtu Ballon d'Or verðlaun.

Hann segist vera glaður að hafa tekið ákvörðun um að spila fyrir Bandaríkin frekar en Ísland. „Þetta er miklu stærra allt saman. Í enda dagsins taldi ég þetta betra fyrir mig og ég er mjög glaður með ákvörðunina," segir Cole.
Athugasemdir
banner
banner