Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 11. nóvember 2024 10:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Væri nálægt því að fá sénsinn með A-landsliði Íslands
Icelandair
Cole Campbell.
Cole Campbell.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Er á mála hjá Dortmund í Þýskalandi.
Er á mála hjá Dortmund í Þýskalandi.
Mynd: Getty Images
Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, telur að Cole Campbell væri nálægt íslenska landsliðshópnum í dag ef hann hefði valið Ísland fram yfir Bandaríkin.

Cole, sem varð 18 ára fyrr á þessu ári, er alinn upp í Bandaríkjunum en er með íslenskan ríkisborgararétt. Hann flutti til Íslands árið 2020 og spilaði með FH og Breiðabliki áður en hann gekk í raðir þýska stórliðsins Borussia Dortmund.

Campbell á sjö leiki og tvö mörk að baki fyrir U17 ára landslið Íslands. Hann er sonur Rakelar Bjarkar Ögmundsdóttur sem var kjörin besta fótboltakona Íslands um aldamótin. Faðir hans er bandarískur.

Hann valdi fyrr á þessu ári að spila frekar fyrir Bandaríkin en Ísland, en Cole er orðinn hluti af aðalliðinu hjá Dortmund sem er eitt stærsta félagið í Þýskalandi.

„Hann er bara 18 ára. Við tókum hann inn í meistaraflokkinn hjá FH þegar hann var á yngra ári í 3. flokki og hann æfði mikið með okkur þá. Maður sá alla þessa hæfileika. Hann æfir eins og brjálæðingur," sagði Davíð Þór í Dr Football hlaðvarpinu.

„Hann kom og æfði með okkur í sumar. Þar tók maður eftir því að þetta gæti orðið leikmaður sem kemst ansi langt á sínum ferli. Hann er orðinn fullvaxta karlmaður í dag. Hann er með fáránlega mikla hæfileika og er með gott viðhorf gagnvart leiknum."

„Það er synd að hann hafi ákveðið að velja Bandaríkin. Ef hann hefði valið að spila fyrir Ísland, þá væri hann ansi nálægt því að fá sénsinn að spila með A-landsliðinu," sagði Davíð.

Cole spilaði sína fyrstu leiki fyrir U19 landslið Bandaríkjanna fyrr á þessu ári og skoraði í þeim tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner