banner
   þri 30. mars 2021 15:07
Magnús Már Einarsson
Þórður Þorsteinn í ÍA (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Þorsteinn Þórðarson er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt ÍA á nýjan leik.

Hinn 26 ára gamli Þórður fór frá ÍA til FH um mitt sumar árið 2019. Í fyrra lék hann með HK á láni síðari hluta sumars.

„Ég er glaður að vera kominn heim í ÍA og hlakka til baráttunnar í sumar með strákunum. Það er spennandi sumar framundan í boltanum og markmiðið ávallt að ÍA verði í fremstu röð," sagði Þórður Þosteinn við heimasíðu ÍA en hann hefur nú þegar hafið æfingar með félaginu.

Þórður hefur samtals leikið 84 leiki í efstu deild á ferlinum og gert í þeim 8 mörk en hann hefur bæði spilað sem bakvörður og kantmaður.

Komnir í ÍA:
Alex Davey frá Tampa Bay Rowdies
Elias Tamburini frá Grindavík
Hákon Ingi Jónsson frá Fylki
Hrafn Hallgrímsson frá ÍR
Þórður Þorsteinn Þórðarson frá FH

Farnir
Bjarki Steinn Bjarkason til Venezia
Hlynur Sævar Jónsson í Víking Ó. (Á láni)
Lars Johansson
Marteinn Theodórsson í Víking Ó. (Á láni)
Stefán Teitur Þórðarson til Silkeborg


Athugasemdir
banner
banner
banner