Umboðsteymi Olivier Giroud fundaði með stjórnendum AC Milan í vikunni og náðu aðilar samkomulagi um nýjan eins árs samning.
Giroud verður því hjá Milan í eitt ár til viðbótar hið minnsta og fær hann 3,5 milljónir evra í árslaun eftir skatt, auk árangurstengdra aukagreiðslna.
Franski sóknarmaðurinn mun undirrita samninginn í apríl og verður samkomulagið þá formlega staðfest.
Giroud verður 37 ára gamall í september og hefur skorað 26 mörk í 72 leikjum frá komu sinni til Milan. Hann er kominn með 12 mörk í 34 leikjum á yfirstandandi leiktíð.
Þessi franski landsliðsmaður á 53 mörk í 122 landsleikjum og hefur meðal annars spilað fyrir Arsenal og Chelsea á ferlinum.
Athugasemdir