Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   mið 30. apríl 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Dagnýjar framlengir samning sinn
Kvenaboltinn
Mynd: West Ham
Rehanne Skinner, þjálfari West Ham í WSL-deildinni, hefur framlengt samning sinn við félagið út næsta tímabil.

Skinner tók við West Ham árið 2023 og varð þá fyrsti kvenkyns þjálfari félagsins í deildinni.

West Ham er í 7. sæti deildarinnar með 25 stig þegar tveir leikir eru eftir og á liðið góðan möguleika á að ná sínum besta árangri frá því deildin var sett á laggirnar.

„Ég er hæstánægð með að hafa framlengt samning minn við West Ham. Við höfum tekið miklum framförum, bæði innan sem utan vallar síðustu átján mánuði þar sem allir hafa lagt hönd á plóg.“

„Við erum með frábæran leikmannahóp og þjálfaralið, stuðningsríka stjórn og ástríðufulla og tryggja stuðningsmenn sem hafa hjálpað til.“

„Mér finnst við hafa lagt grunninn í að halda áfram að þróa leik okkar og vaxa, þannig ég er spennt að hafa fengið tækifærið til að leiða liðið áfram,“
sagði Skinner.

Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur verið á mála hjá West Ham frá 2021. Hún gerði nýjan eins árs samning á síðasta ári, en fengið færri mínútur í ár en árin á undan og er óvíst hvað hún mun gera eftir þetta tímabil.


Athugasemdir
banner
banner