Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 30. júní 2019 13:25
Ívan Guðjón Baldursson
PSG seldi leikmenn fyrir 60 milljónir til að sleppa við refsingu
Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG.
Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Paris Saint-Germain sleppur við refsingu frá UEFA eftir að hafa selt leikmenn að andvirði 60 milljón evra í júní.

PSG átti í hættu á að brjóta FFP háttvísisreglur UEFA en náði að bjarga sér fyrir horn með sölu á fimm leikmönnum.

Giovani Lo Celso fór til Real Betis fyrir 22 milljónir, Moussa Diaby til Leverkusen fyrir 15m, Grzegorz Krychowiak til Lokomotiv Moskvu fyrir 12,5m og Timothy Weah til Lille fyrir 10m. Til að ná upphæðinni upp í 60m var Gaitan Robail seldur til Lens á eina milljón.

Lo Celso er verðmætasti leikmaðurinn af þeim sem voru seldir og var að klára frábært tímabil að láni hjá Betis. PSG setti ákvæði í kaupsamninginn, sem segir að Betis þarf að greiða PSG fimmtung af næstu sölu Lo Celso.

Hann er þessa stundina að keppa með Argentínu í Copa America og skoraði í sigri á Venesúela í 8-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner