Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 30. júní 2019 10:20
Ívan Guðjón Baldursson
Real Madrid ætlar ekki að kaupa Christian Eriksen
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Síðasti dagurinn í júní er alltaf stór dagur í knattspyrnuheiminum vegna þess að það er dagurinn sem samningar leikmanna renna út. Hér fyrir neðan er það helsta úr slúðri dagsins, tekið saman af BBC.



Kylian Mbappe, 20, á þrjú ár eftir af samningi sínum við PSG og hefur ekki áhuga á að framlengja hann. (Marca)

Crystal Palace hefur ákveðið að skella 100 milljón punda verðmiða á Wilfried Zaha, 26, sem vill ólmur fara til Arsenal. (Daily Mail)

Steve Parish, eigandi Palace, vill ekki selja Zaha því það myndi lækka virði félagsins. Hann er að reyna að selja félagið. (Sun)

Jacob Bruun Larsen, tvítugur sóknarmaður Dortmund, hefur vakið athygli helstu liða enska boltans. Liverpool, Man Utd og Arsenal eru öll áhugasöm. (Daily Mail)

Daniel Levy hringdi í Real Madrid til að bjóða þeim að kaupa Christian Eriksen, 27. fyrir 70 milljónir evra. Real svaraði tilboðinu neitandi. Samningur Danans rennur út á næsta ári og neitar hann að skrifa undir nýjan samning. (Marca)

Ed Woodward sendi starfsfólki Man Utd póst um að búast við fleiri spennandi kaupum í sumar. Aaron Wan-Bissaka var keyptur fyrir 50 milljónir um helgina. (Telegraph)

Paul Pogba, 26, ætlar að spjalla við Ole Gunnar Solskjær á dögunum í tilraun til að komast burt frá félaginu. (Sun)

Ray Clemence, fyrrum leikmaður Liverpool, telur sína menn þurfa að eyða háum fjárhæðum í sumar til að geta keppt við Manchester City á næsta tímabili. (Mirror)

Che Adams, 22, er búinn að kveðja liðsfélaga sína hjá Birmingham. Hann er að skipta yfir til Southampton fyrir 16 milljónir punda. (Daily Mail)

Southampton hefur samþykkt tilboð frá Aston Villa í vinstri bakvörðinn Matt Targett, 23. Villa greiðir 14 milljónir punda auk þriggja milljóna í aukagreiðslur, í heildina gæti kaupverðið því numið 17 milljónum. (Telegraph)

Liverpool og Tottenham ætla ekki að berjast við Man Utd um portúgalska miðjumanninn Bruno Fernandes, 24. (Express)

Mauricio Pochettino segist ekki eiga lokaorðið þegar kemur að félagaskiptum hjá Tottenham. Forsetinn, Daniel Levy, tekur allar lokaákvarðanir. (Independent)

Tottenham er við það að krækja í Tanguy Ndombele, 22 ára miðjumann Lyon. Hann kemur fyrir rúmlega 60 milljónir punda. (Standard)

Chelsea ætlar að endurkalla Alvaro Morata, 26, úr láni hjá Atletico Madrid ef spænska félagið kaupir hann ekki í sumar, fyrir 50 milljónir punda. (Telegraph)

Inter ætlar að fjármagna kaupin á Romelu Lukaku, 26, með því að selja Joao Mario, 26, og Dalbert, 25. (Sun)

Juventus hefur komist að samkomulagi við Adrien Rabiot, 24 ára miðjumann PSG. Hann gengur í raðir Ítalíumeistaranna um leið og hann verður samningslaus eftir helgi. (Sky Italia)

Andre Onana, 23 ára markvörður Ajax, segist ekki vilja yfirgefa félagið þrátt fyrir áhuga frá Man Utd. (Voetbal International)

Watford hefur komist að samkomulagi við West Brom um kaup á Craig Dawson, 29 ára miðverði. Watford greiðir 5,5 milljónir punda fyrir hann. (Sky Sports)

Millwall og Bristol City eru að berjast um Kieffer Moore, 26 ára sóknarmann Barsnley. (Daily Mail)

Leeds er að ganga frá lánssamningi fyrir Helder Costa, 25 ára kantmanni Wolves. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner