Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 30. júní 2020 16:15
Innkastið
Vilja banna Greifavöllinn
Úr leik á Greifavellinum.
Úr leik á Greifavellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ástandið á Greifavellinum, heimavelli KA, var til umræðu í Innkastinu í gær. Völlurinn hefur fengið mikla gagnrýni undanfarin ár en KA menn hafa ítrekað lýst því yfir við bæjaryfirvöld að þeir vilji flytja sig á félagssvæði sitt og byggja heimavöll með gervigrasi þar.

Í síðustu viku sleit Hallgrímur Jónasson, varnarmaður KA, krossband eftir að Sólon Breki Leifsson, framherji Leiknis rann á hann í leik í Mjólkurbikarnum.

„Fer þetta ekki á þann stað að þeim verði bannað að spila þarna? sagði Gunnar Birgisson í Innkastinu í gær en rætt var um að völlurinn væri hreinlega hættulegur.

„Það er það sem ég vil. Þetta er óboðlegt," sagði Ingólfur Sigurðsson.

KA fær Breiðablik í heimsókn á sunnudag en í Innkastinu var rætt um hvort sá leikur hefði ekki mátt fara fram á föstudag eða laugardag í tengslum við N1 mótið í 5. flokki sem er á dagskrá um helgina.

Sjá einnig:
Vinnuhópur um uppbyggingu á KA svæðinu - Viija nýjan heimavöll

Innkastið - Óttar og vafasamur boltakrakki stálu senunni
Athugasemdir
banner
banner
banner