RB Leipzig er á lokametrunum í viðræðum við David Raum, vinstri bakvörð Hoffenheim og þýska landsliðsins.
Raum er 24 ára gamall og getur leikið bæði sem bakvörður og kantur hvort sem það er vinstra eða hægra megin.
Raum er nýlega búinn að festa sig í sessi í þýska landsliðinu þar sem hann virðist vera besti vinstri bakvörður landsins og verður áhugavert að fylgjast með honum á komandi misserum.
Raum vakti áhuga frá mörgum félögum en hann valdi að fara til Leipzig sem þarf líklegast að borga yfir 20 milljónir evra þar sem bakvörðurinn á fjögur ár eftir af samningi sínum við Hoffenheim.
Hoffenheim fékk Raum á frjálsri sölu frá Greuther Fürth í fyrra og átti hann magnað fyrsta tímabil hjá félaginu þar sem hann skoraði þrjú mörk og lagði upp þrettán í 32 deildarleikjum.