Það eru aðeins fjórar vikur í að miðjumaðurinn Sandro Tonali ljúki afplánun á tíu mánaða bann fyrir að brjóta veðmálareglur ítalska fótboltasambandsins.
Hinn 24 ára gamli Tonali veðjaði á leiki hjá AC Milan á meðan hann var á mála hjá félaginu en var dæmdur í bannið eftir að hafa gengið í raðir Newcastle.
Mögulegt er að Tonali snúi aftur til leiks í ensku úrvalsdeildinni þegar Newcastle mætir Tottenham þann 1. september.
Hinn 24 ára gamli Tonali veðjaði á leiki hjá AC Milan á meðan hann var á mála hjá félaginu en var dæmdur í bannið eftir að hafa gengið í raðir Newcastle.
Mögulegt er að Tonali snúi aftur til leiks í ensku úrvalsdeildinni þegar Newcastle mætir Tottenham þann 1. september.
„Hann hefur sýnt andlegan styrk sinn. Hann hefur æft virkilega vel meðan hann hefur afplánað bannið, og stutt við liðið," segir Eddie Howe, stjóri Newcastle.
Hann sagði þó vinna framundan við að koma Tonali í leikform enda hefur hann ekki mátt spila opinbera æfingaleiki. Tonali glímir við veðmálafíkn en hefur verið í meðferð vegna vandans.
Athugasemdir