Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 30. ágúst 2020 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar tekur undir gagnrýni De Boer varðandi Albert
Albert í viðtalinu.
Albert í viðtalinu.
Mynd: Skjáskot
Arnar Hallsson, knattspyrnuþjálfari, er sammála gagnrýni Frank de Boer á Albert Guðmundsson, leikmann AZ Alkmaar.

Albert skoraði tvívegis í 3-1 sigri AZ á Viktoria Plzen í Meistaradeildinni í síðustu viku. Hann fékk hins vegar að heyra það frá fyrrum hollenska landsliðsmanninum, Frank de Boer.

„Ég veit ekki hvort þið tókuð eftir því en hann var búinn að setja á sig tvo demants eyrnalokka. Hann fór inn í búningsklefa til að setja á sig eyrnalokka án þess að fara í sturtu," sagði De Boer en hann var einnig ósáttur við að sjá Albert tala ensku í viðtalinu þrátt fyrir að hafa búið í Hollandi síðan árið 2013.

Arnar var í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær og hann er sammála De Boer.

„Mér fannst þetta, og þeir sem vilja geta verið ósammála, en mér fannst þetta virkilega gott hjá De Boer, að hjóla í hann," sagði Arnar.

„Þetta er bara ekkert í lagi, að vera að spila fótboltaleik og svo bara, 'nei ég mæti ekki í viðtal, ég þarf að setja eyrnarlokkana og græja mig'. Hver er fjandans forgangsröðunin? Hvað er númer eitt og hvað er númer tvö?"

Umræðuna má í heild sinni hluta á hér að neðan.

Sjá einnig:
De Boer lét Albert heyra það fyrir eyrnalokka og ensku
Helmingsuppgjör Pepsi Max með Arnari Halls
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner