Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   fim 27. ágúst 2020 11:55
Magnús Már Einarsson
De Boer lét Albert heyra það fyrir eyrnalokka og ensku
Albert Guðmundsson
Albert Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson skoraði tvívegis í 3-1 sigri AZ Alkmaar á Viktoria Plzen í Meistaradeildinni í gær. Hann fékk hins vegar að heyra það frá fyrrum hollenska landsliðsmanninum Ronald de Boer eftir leik.

De Boer var að starfa sem sérfræðingur hjá Fox Sports í gær ásamt Kenneth Perez fyrrum leikmanni AZ Alkmaar. De Boer og Perez gagnrýndu Albert eftir viðtal sem hann fór í eftir leik.

„Ég veit ekki hvort þið tókuð eftir því en hann var búinn að setja á sig tvo demants eyrnalokka. Hann fór inn í búningsklefa til að setja á sig eyrnalokka án þess að fara í sturtu," sagði De Boer en hann var ósáttur við að sjá Albert tala ensku í viðtalinu þrátt fyrir að hafa búið í Hollandi síðan árið 2013.

„Hann talar ekki hollensku eftir sjö ár. Það segir sitt um hugarfarið í þessum strák. Ég hef það á tilfinningunni að hann sé upptekinn af öðrum hlutum. Ég fór sjálfur í viðtal á spænsku eftir fjóra mánuði hjá Barcelona," sagði De Boer.

„Þetta er ótrúlegt," sagði Perez sem er sjálfur frá Danmörku. „Þetta sýnir hugarfarið hjá þessum strák. Þegar þú kemur í nýtt land þá viltu aðlagast þar. Þú vilt vita hvað er verið að segja í búningsklefanum," sagði Perez en hann var heldur ekki hrifinn af eyrnalokkunum.

„Þetta er algjörlega fáránlegt. Hann er eftir allt saman bara varamaður hjá AZ." .
Athugasemdir
banner
banner
banner