Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 30. september 2020 14:26
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Kári Árna: Hundrað prósent klár í þennan landsleik
Icelandair
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, varnarmaður íslenska landsliðsins, segist í samtali við Vísi vera handviss um að hann verði klár í slaginn þegar Ísland mætir Rúmeníu í umspilinu fyrir EM alls staðar.

Kári fór meidd­ur af velli í fyrri hálfleik í leik Fylk­is og Vík­ings í Pepsi Max-deild­inni í síðustu viku.

Kári segir afar ólíklegt að hann nái leik Víkings og KR annað kvöld en vonast til að geta spilað gegn KA á sunnudaginn.

„Ég er mjög tæpur fyrir KR-leikinn en ég er að vonast til að geta náð KA-leiknum. Og ég er alveg hundrað prósent klár í þennan landsleik. Sama þótt ég verði ekki klár verð ég klár," sagði Kári hlæjandi í samtali við Vísi í dag.

„Það er góður framgangur í þessu og ég tel fátt því til fyrirstöðu að ég spili gegn KA nema það sé of mikil áhætta fyrir þennan fjögurra milljarða króna leik."

Ísland á þrjá heimaleiki í næstu landsleikjatörn, gegn Rúmeníu í umspilinu 8. október og Danmörku og Belgíu í Þjóðadeildinni 11. og 14. október.
Athugasemdir
banner
banner