Manchester City vann sannfærandi sigur í borgarslagnum gegn Manchester United, Tottenham er á toppnum, Arsenal slátraði Sheffield United og Liverpool rúllaði yfir Nottingham Forest. Garth Crooks hjá BBC hefur valið lið umferðarinnar.
Markvörður: Ederson (Manchester City) - Hafði ekki mikið að gera í borgarslagnum en þegar hann þurfti að grípa inn þá var hann frábær.
Varnarmaður: Micky van de Ven (Tottenham) - Hollenski varnarmaðurinn spilar betur og betur með hverjum leiknum hjá Tottenham og virðist hafa verið gjörsamlega frábær kaup.
Miðjumaður: Philip Billing (Bournemouth) - Skoraði gjörsamlega frábært mark með langskoti í sigrinum gegn Burnley.
Sóknarmaður: Eddie Nketiah (Arsenal) - Skoraði gjörsamlega frábæra þrennu þegar Arsenal slátraði Sheffield United.
Athugasemdir