Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 31. mars 2019 16:13
Arnar Helgi Magnússon
Warnock: Besta deild í heimi með verstu dómarana
Neil Warnock, stjóri Cardiff, gjörsamlega trylltist þegar Cesar Azpilicueta skoraði ólöglegt jöfnunarmark gegn Cardiff í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag.

Spánverjinn var kolrangstæður þegar hann skallaði boltann í netið eftir sendingu frá Marcos Alonso.

Stuttu eftir jöfnunarmarkið skoraði Ruben Loftus Cheek sigurmark Chelsea og lokatölur 1-2, Chelsea í vil.

„Við lögðum hart að okkur fyrir þennan leik og við trúðum því að við gætum unnið leikinn. Þegar lítil lið eins og við spilum við stóru liðin þá þarf að vera VAR. Flestar ákvarðanir detta til stærri liðanna. Ef þú sérð ekki jafn augljósa rangstöðu og þetta, þá veit ég ekki afhverju við erum að þessu," sagði Warnock í leikslok.

„Ekki nóg með þetta mark, þá áttum við að fá tvær vítaspyrnur í leiknum og Rudiger átti að fá rautt spjald þegar að hann tók Kenneth Zohore niður."

„Stærsta og besta deild í heimi er með með verstu dómarana í augnablikinu. Svona mistök eiga ekki að sjást í ensku úrvalsdeildinni. Ég verð að hrósa mínum leikmönnum fyrir leikinn í dag. Þeir voru frábærir."

Eftir leikinn fór Warnock að dómaratríóinu, stillti sér upp fyrir framan þá og horfði á þá án þess að sýna nokkur viðbrögð.



„Ég fór til þeirra til þess að reka mína menn í burtu því að einhverjir hefðu sennilega misst stjórn á skapi sínu og ég vil ekki að það gerist. Heilt yfir voru dómararnir fínir en þessar stóru ákvarðanir duttu ekki með okkur. Þetta er svo svekkjandi," sagði Warnock að lokum.


Athugasemdir
banner
banner