Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. mars 2020 10:00
Elvar Geir Magnússon
„Yrði heimska hjá Kane að fara ekki frá Tottenham"
Harry Kane, sóknarmaður Tottenham.
Harry Kane, sóknarmaður Tottenham.
Mynd: Getty Images
Það yrði „heimska" hjá Harry Kane að yfirgefa ekki Tottenham ef félög sem eiga meiri möguleika á að vinna titla hafa áhuga á að fá hann. Það segir sparkspekingurinn Chris Sutton.

Kane hefur sagt að hann gæti farið frá Tottenham ef liðið þróast ekki í rétta átt því hann vill fagna titlum á allra næstu árum.

„Ég skil að hann sé í erfiðri stöðu. En ef hann vill vinna ensku úrvalsdeildina þá ætti hann að færa sig um set og fara í félag sem á meiri möguleika en Tottenham," sagði Sutton í samtali við BBC.

Kane er samningsbundinn Tottenham til 2024 en hann hefur ekki unnið neina titla hjá félaginu. Síðasti titill Tottenham var deildabikarinn 2008.

Liðið er dottið úr öllum útsláttarkeppnum þessa tímabils og var í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar fótboltanum var frestað.

„Við höfum öll skilning á því að hann vilji vinna eitthvað. Ég myndi skilja það vel ef hann myndi skipta um félag. Tottenham er frábært félag en liðið er langt á eftir liðum eins og Liverpool og Manchester City í dag," segir Sutton sem er fyrrum sóknarmaður Chelsea og Celtis.

„Ef svona félag myndi vilja fá hann þá væri það heimskja hjá Harry Kane að fara ekki."
Athugasemdir
banner
banner
banner