Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 31. mars 2024 13:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gordon ekki sáttur með brottreksturinn - „Alveg ótrúlegt"
Mynd: EPA

Anthony Gordon leikmaður Newcastle mun missa af leiknum gegn sínum gömlu félögum í Everton í næstu umferð þar sem hann verður í banni.


Newcastle vann magnaðan endurkomu sigur á West Ham í gær þar sem West Ham komst í 3-1 en Alexander Isak skoraði úr vítaspyrnu og tvö mörk frá Harvey Barnes urðu til þess að Newcastle kom til baka og vann 4-3.

Gordon átti frábæran leik en hann fiskaði tvö víti og lagði upp sigurmarkið á Barnes.

Hann fékk hins vegar að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar hann sparkaði boltanum í burtu undir lok leiksins eftir að dómarinn hafði flautað.

„Ég rétt snerti boltann. Þetta er alveg ótrúlegt. Að fá brottvísun fyrir að sparka boltanum aðeins frá sér. Ég tel að hann hafi spjaldað mig því hann vissi ekki að hann hafði spjaldað mig fyrr í leiknum. Þetta er ekki nógu gott," sagði Gordon.


Athugasemdir
banner
banner
banner