Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
Hákon Dagur: Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu
Arnór Gauti: Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Halli Hróðmars: Kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur
Guðrún Jóna: Skrýtið tímabil í sumar
Hemmi Hreiðars: Við unnum deildina
Gunnar Magnús: Gladdist sem faðir en erfitt sem þjálfari
Árni Guðna: Reiknum með að eiga stúkuna eins og í dag
Donni: Ánægður með tímabilið í heild sinni að mörgu leyti
Brynjar Kristmunds: Vissum frá 10. mínútu hvernig staðan var í öðrum leikjum
Maggi: Búnir að borða 22 forrétti, nú er aðalrétturinn framundan
Jóhannes Karl: Ég verð áfram með liðið
Gary Martin: Ætlaði mér að sitja út samninginn og sparka ekki í bolta í sumar
Siggi Höskulds: Lærum mikið af þessu tímabili
Óli Kristjáns vildi rautt: Sjáum þetta með sitthvorum augum
Nik: Þær unnu leikinn
banner
   lau 31. ágúst 2024 19:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Siggi Höskulds: Bæði verra að vera með og á móti vindi
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór og ÍR skildu jöfn á Akureyri í vindasömu veðri. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Þórs eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 ÍR

„Þetta var aldrei fótboltaleikur út af aðstæðum. Þetta var keppni í heppni og hugarfari sem endar 1-1. Við vorum klaufar að fá markið á okkur með vindinn í bakið. Úr því sem komið var fannst mér gott hugarfar hjá strákunum að koma til baka á móti vindi," sagði Siggi.

„Mér fannst það nokkuð vel gert hjá okkur að ná ágætis köflum í þessum aðstæðum í seinni hálfleik. En mér fannst við eiga gera töluvert betur í fyrri hálfleik, við fáum þrjú, fjögur dauðafæri sem við náum ekki að nýta og þá vinnur þú ekki."

„Þetta var svo mikill vindur að það var eiginlega bæði verra að vera með og á móti vindi. Hálf kómískt að bæði mörkin komi á móti vindi," sagði Siggi.

Liðið er enn í fallhættu þegar tvær umferðir eru eftir. Markmiðið er einfalt.

„Ég lít á það þannig að við ætlum að vinna síðustu tvo leikina og ekki falla," sagði Siggi.


Athugasemdir
banner
banner
banner