Man Utd í baráttuna um Wharton - Vilja ekki Tuchel í stað Amorim - Haaland til Real Madrid?
   sun 12. október 2025 10:29
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd ætlar að vera með í baráttunni um Wharton - Haaland í stað Vini Jr?
Powerade
Adam Wharton til Man Utd?
Adam Wharton til Man Utd?
Mynd: EPA
Real Madrid vill Haaland í stað Vini Jr
Real Madrid vill Haaland í stað Vini Jr
Mynd: EPA
Þá er komið að Powerade-slúðurpakka dagsins en Manchester United kemur nokkrum sinnum fyrir í pakkanum að þessu sinni.

Adam Wharton (21), leikmaður Crystal Palace, er kominn á óskalista Manchester United. Enski landsliðsmaðurinn er í miklum metum á Old Trafford og gæti félagið boðið allt að 60 milljónir pudna í miðjumanninn. (Mirror)

Man Utd mun þá ekki íhuga að ráða Thomas Tuchel, þjálfara enska landsliðsins ef það ákveður að láta Ruben Amorim taka poka sinn. (Sun)

Bayern München er ákveðið í því að framlengja samning franska varnarmannsins Dayot Upamecano (26). Liverpool er áhugasamt um Upamecano sem rennur út á samningi á næsta ári. (Florian Plettenberg)

Real Madrid ætlar að selja brasilíska framherjann Vinicius Junior (25) og slá félagaskiptamet til þess að fjármagna kaup á Erling Haaland (25), framherja Manchester City. (CaughtOffside)

Nottingham Forest hefur mikinn áhuga á að fá Rafael Benitez í stað Ange Postecoglou skyldi félagið ákveða að reka þann síðarnefnda. (Football Insider)

Man Utd mun fá samkeppni frá Tottenham um Morten Hjulmand (26), miðjumann Sporting og danska landsliðsins. (Fichajes)

Crystal Palace hefur eyrnamerkt Max Kilman (28), varnarmann West Ham, sem mögulegan arftaka Marc Guehi ef enski landsliðsmaðurinn verður seldur í janúarglugganum. (Football Insider)

Harry Maguire (32), varnarmaður Man Utd og enska landsliðsins, myndi hafna öllum risatilboðum frá Sádi-Arabíu ef hann fær samningstilboð frá United. (Star)

Real Madrid hefur áhuga á Enzo Fernandez (24), miðjumanni Chelsea, en enska úrvalsdeildarfélagið myndi vilja fá að minnsta kosti 120 milljónir punda fyrir heimsmeistarann. (Fichajes)

Joshua Zirkzee (24), framherji Man Utd, er á óskalista ítalska félagsins Roma fyrir janúargluggann. (Gazzetta dello Sport)

Tyrkneska félagið Galatasaray leiðir baráttuna um að fá hollenska vinstri bakvörðinn Tyrell Malacia (26) frá Man Utd. (Star)
Athugasemdir
banner