Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   mið 08. október 2014 07:00
Elvar Geir Magnússon
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Engin ástæða til að breyta
Elvar Geir Magnússon skrifar frá Lettlandi
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Icelandair
Gylfi var stjarna sýningarinnar í síðasta leik.
Gylfi var stjarna sýningarinnar í síðasta leik.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Jón Daði var öflugur gegn Tyrkjum.
Jón Daði var öflugur gegn Tyrkjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marian Pahars sem leikmaður á Laugardalsvelli 2007. Nú er hann landsliðsþjálfari Letta.
Marian Pahars sem leikmaður á Laugardalsvelli 2007. Nú er hann landsliðsþjálfari Letta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hér í Riga leikur íslenska landsliðið sinn annan leik í undankeppni EM á föstudag en mótherjinn er Lettland.

Ekki er við öðru að búast en að Ísland stilli upp óbreyttu byrjunarliði frá því í fyrsta leik gegn Tyrkjum sem endaði með 3-0 sigri.

Liðið átti þar afskaplega góðan leik og í raun það góðan leik að Lars Lagerback talaði um hann meðal þeirra bestu á hans 37 ára þjálfaraferli.

Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason eru báðir í hópnum en hafa verið að glíma við meiðsli og eru ekki komnir á fullt með sínum félagsliðum. Það má búast við því að þeir byrji leikinn á bekknum.



Það er allavega engin ástæða til að taka Jón Daða Böðvarsson af velli en hann sló rækilega í gegn í sínum fyrsta landsleik. Varnarlínan var öll gríðarlega öflug, bakverðirnir frábærir, Emil og Aron mjög góðir, Kolbeinn ógnandi en Gylfi Þór Sigurðsson var stjarna sýningarinnar. Hann fór einnig hamförum í síðasta deildarleik Swansea og leikmaður sem Lettarnir óttast klárlega á föstudaginn.

Ísland hefur sterkari einstaklinga en lettneska liðið og gerir maður væntingar til sigurs á föstudag. Líka í ljósi þess að erfiðara ætti að vera að fá eitthvað úr Hollandsleiknum á þriðjudag.

Ekki er hægt að segja að lettneska liðið sé stjörnum prýtt. Þeirra þekktasti einstaklingur er sjálfur þjálfarinn. Marians Pahars, sem unnendur enska bolta muna eftir úr Southampton í kringum aldamótin síðustu.

Heimir Hallgrímsson fór aðeins yfir lettneska liðið á fréttamannafundi þegar hópurinn var kynntur. Liðið byggir mikið upp á vinnusemi og skipulagi varnarlega. Menn eru varkárir út úr varnarstöðum og fljótir til baka og framherjarnir mjög vinnusamir.

Á góðri íslensku virkar lettneska liði hundleiðinlegt og vill hægja á leiknum. Það eru alltaf tíu menn fyrir aftan bolta. Menn eru klókir og þekkja sín takmörk og spila upp á sína styrkleika. Í síðustu leikjum hefur liðið leyft andstæðingi að halda bolta og spilað upp á skyndisóknum. Liðið hefur spilað síðustu fjóra leiki án þess að fá á sig mark.

Á fréttamannafundinum á dögunum minntist Heimir einnig á síðustu undankeppni þegar íslenska liðið var rifið úr skýjaborgunum eftir að hafa lagt Norðmenn sannfærandi í fyrsta. Næst á eftir kom tapleikur gegn Kýpur.

Íslandi hefur ekki tekist að vinna Letta í síðustu fjórum viðureignum liðanna. Nú er lag að breyta því.
Athugasemdir
banner
banner
banner