Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   mið 04. september 2013 18:25
Elvar Geir Magnússon
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Okkar besti leikur var gegn Sviss
Elvar Geir Magnússon skrifar frá Bern
Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Úr fyrri leiknum gegn Sviss.
Úr fyrri leiknum gegn Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hér í hinni undurfögru borg Bern mun íslenska landsliðið leika við heimamenn í Sviss á föstudaginn. Fjórir leikir eru eftir í riðlinum og hefur Lagerback landsliðsþjálfari mikið talað um að þrír sigurleikir ættu að nægja til að komast í umspil.

Fólk horfir þá væntanlega frekar á síðustu þrjá leiki riðilsins og telur raunhæfara að sækja stigin sem þarf úr þeim. Á fréttamannafundi í dag sagði Lagerback að liðið væri óhrætt við að stefna á sigur en ljóst er að eitt stig yrði afskaplega fínt.

Sviss er besta lið riðilsins. Taflan lýgur ekki og Sviss hefur ekki tapað leik. Að auki hefur það aðeins fengið eitt mark á sig.

Eins og bent hefur verið á þá hefur Sviss ellefu leikmenn í lokakeppni Meistaradeildar Evrópu samanborið við tvo sem við eigum.

Að mínu mati var besta frammistaða Íslands í riðlinum einmitt heimaleikurinn gegn Sviss. Heppnin var þó með gestunum í þeim leik. Kannski heppni sem einmitt vill fylgja þetta góðum liðum.

Íslenska liðið lék fantavel í þeim leik og var óheppið að ná ekki inn marki. Ísland var alls ekki síðra liðið úti á vellinum en mörkin telja.

Eins og Kolbeinn og Aron töluðu um í dag þá er engin ástæða til að hræðast svissneska liðið. Ísland er flott lið og hefur aldrei átt eins marga leikmenn sem geta með einstaklingsframtaki galdrað eitthvað fram.

Vonandi kemur Ísland á óvart á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner