Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   fim 26. mars 2015 10:30
Elvar Geir Magnússon
skrifar frá Astana í Kasakstan
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Stærsta spurningin hverjir verða frammi?
Líklegt byrjunarlið gegn Kasakstan
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Icelandair
Kolbeinn er nýstiginn upp úr meiðslum.
Kolbeinn er nýstiginn upp úr meiðslum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verður Jói Berg í fremstu víglínu?
Verður Jói Berg í fremstu víglínu?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á laugardaginn verður feiknarlega mikilvægur landsleikur Íslands gegn Kasakstan hér í Astana. Leikur sem Ísland á að taka þrjú stig í ef liðið ætlar sér í lokakeppni EM.

Fyrstu dagar undirbúningsins hafa mikið farið í að rétta tímamismuninn af enda má segja að leikið sé í Asíu. Kasakstan lék undir knattspyrnusambandi Asíu en færði sig í UEFA eftir aldamótin.

Ísland er í góðum stað í riðlinum þrátt fyrir tap gegn Tékklandi í síðasta mótsleik. Liðið byrjaði riðilinn á flugeldasýningu og Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson hafa haldið sig við sama byrjunarliðið hingað til.

Liðið á laugardaginn er langt frá því að vera sjálfvalið. Allavega er ljóst að það verður að minnsta kosti ein breyting því Theodór Elmar Bjarnason, sem leikið hefur afar vel í hægri bakverðinum (undantekning: Tékkland), er meiddur.

Birkir Már Sævarsson kom inn fyrir Elmar þegar illa gekk í Tékklandi og mun líklega byrja leikinn á laugardag. Að öðru leyti er ekki ástæða fyrir því að breyta neinu í vörn eða markvörslu.

Allir hafa getað tekið þátt í æfingunum hér í Astana og ekki við öðru að búast en að Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson haldi áfram sínu samstarfi á miðjunni. Þá er líklegt að Emil Hallfreðsson og Birkir Bjarnason verði á köntunum.

4-4-2 leikkerfið verður á sínum stað en stærsta spurningamerkið er hvernig sóknarlínan verður. Hingað til hafa Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson verði í fremstu víglínu. Það er enn vetrarfrí í Noregi og samkeppnin um sæti í sóknarlínunni það hörð að ólíklegt er að Jón Daði byrji á laugardag.

Alfreð Finnbogason minnti á sig rétt fyrir landsleikjahlé með því að skora í La Liga, goðsögnin Eiður Smári Guðjohnsen er mættur aftur og Viðar Örn Kjartansson með tvö mörk í þremur leikjum í Kína. Auk þess hafa Lars og Heimir stundum notað menn af miðjunni uppi á toppnum.

Ritstjórn Fótbolta.net telur líklegast að Jóhann Berg Guðmundsson verði látinn með Kolbeini í fremstu víglínu. Hugsunin var að Jói Berg myndi spila þá stöðu í fyrsta leik en meiðsli breyttu því. Hann hefur verið á eldi í ensku B-deildinni. Kolbeinn er að stíga upp úr meiðslum en tölfræði hans með landsliðinu talar sínu máli. Eiður gæti verið tilvalinn til að koma inn og róa leikinn ef við tökum forystu.

Þetta kemur allt í ljós klukkutíma fyrir leik á laugardag en þangað til getum við haldið áfram að velta þessu fyrir okkur. Endilega segðu þína skoðun í ummælakerfinu eða með kassamerkinu #fotboltinet á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner