Elvar Geir Magnússon skrifar frá Bern
Erfitt er að rýna í mögulegt byrjunarlið íslenska liðsins fyrir leikinn gegn Sviss á morgun. Stærsta spurningamerkið er Alfreð Finnbogason sem hefur ekki getað æft á fullu með liðinu.
Á þriðjudaginn fer fram heimaleikur gegn Albaníu sem mikil áhersla er lögð á að vinna og því gæti verið helsta hugsunin að fá hann alveg tilbúinn í þann leik.
Baráttan um markmannsstöðuna hefur harðnað eftir góða frammistöðu Gunnleifs Gunnleifssonar í stórum leikjum með Breiðabliki. Hannes Þór hefur þó verið öflugur í undankeppninni og er í líklegu byrjunarliði Fótbolta.net.
Ljóst er að Aron Einar verður á miðjunni og Birkir Bjarnason byrjar en hann getur þó leyst margar stöður. Jóhann Berg var flottur í síðasta vináttulandsleik og í okkar uppstillingu er hann á öðrum kantinum og Eiður Smári hinumegin.
Emil Hallfreðsson er farinn heim frá Sviss og útilokað að hann spili vegna meiðsla.
Það er þó einnig líklegt að Helgi Valur Daníelsson verði látinn byrja gegn Sviss þar sem skiptir mikilu máli að verjast vel. Kolbeinn Sigþórsson verður fremstur og gæti Gylfi Sigurðsson verið þar fyrir aftan, dregið sig meira til baka svo 4-4-2 leikkerfið verður meira 4-4-1-1.
Hér er mögulegt byrjunarlið Íslands en þetta eru auðvitað bara vangaveltur:
Athugasemdir