Leikmenn íslenska landsliðsins hafa yfirgefið Lúbljana eftir að hafa náð að skila verkefninu frá sér með því að innbyrða þrjú stig í æsispennandi en ansi kaflaskiptum leik. Meira »
Fjölmiðlar í Slóveníu tala réttilega um leikinn í kvöld gegn Íslandi sem algjöran lykilleik fyrir liðið upp á framhaldið í riðlinum. Ekkert annað en sigur komi til greina. Meira »
Íslenska landsliðið er vel undirbúið fyrir leikinn gegn Slóveníu sem fram fer á morgun. Liðið hefur fengið fleiri daga en oft áður til undirbúnings og leikmenn eru vel meðvitaðir um að leikurinn er einn af úrslitaleikjum okkar í þessum riðli. Meira »
Ég sit á flugvellinum í Kaupmannahöfn og bíð eftir flugi til Vínar. Þaðan verður svo haldið til Lublijana í Slóveníu þar sem Ísland leikur ansi mikilvægan leik gegn heimamönnum, leik sem gæti ráðið ansi miklu varðandi framhaldið undankeppni HM. Meira »
Það er aðeins einn Maurizio Zamparini, sem betur fer. Árið 2002 seldi þessi viðskiptamaður ítalska félagið Venezia og keypti Palermo, félag sem hefur verið í hans eigu síðan.
Meira »
Cuneyt Cakir stóð teinréttur og barðist við að halda „kúlinu" þegar hann var búinn að flauta leik Manchester United og Real Madrid af í gærkvöldi. Leikmenn United hópuðust í kringum hann og Rio Ferdinand gekk það langt að klappa höndum af miklum krafti millimetrum við andlit hans.
Meira »
Komum okkur bara beint að efninu: Það er kominn tími til að gerð verði önnur tilraun til að festa Bundesliguna í sessi í íslensku sjónvarpi.
Langt er síðan þýski boltinn var í boði á íslenskri sjónvarpsstöð. Ástæðan fyrir því að hann var tekinn af dagskrá er væntanlega sú sama og með flest annað sjónvarpsefni sem hverfur af skjánum. Efnið dýrt og áhorfið ekki í samræmi við verðið. Meira »
Langt er síðan þýski boltinn var í boði á íslenskri sjónvarpsstöð. Ástæðan fyrir því að hann var tekinn af dagskrá er væntanlega sú sama og með flest annað sjónvarpsefni sem hverfur af skjánum. Efnið dýrt og áhorfið ekki í samræmi við verðið. Meira »
Sveitasetrið La Masia var byggt árið 1702. Það var svo 252 árum síðar sem fótboltafélagið Barcelona keypti La Masia sem í dag orðið frægt nafn í fótboltaheiminum enda samheiti yfir akademíu félagsins og þaðan hafa margir af bestu leikmönnum heims komið.
Meira »
Þegar ég skrifaði frétt upp úr Daily Mail á þriðjudagskvöldinu síðasta hélt ég að um væri að ræða enn eitt bullið í ensku pressunni. Rafa Benítez var orðaður við Chelsea. Innan við sólarhring síðar var Spánverjinn kominn með penna í hendurnar og skrifaði undir.
Meira »
Byron Moreno er nafn sem hefur skotist upp í umræðuna á Ítalíu eftir skandalinn á Stadio Angelo Massimino á sunnudag. Moreno er frægasti spillti dómari sögunnar en hann situr nú bak við lás og slá.
Meira »