Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   mið 20. mars 2013 15:50
Elvar Geir Magnússon
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Svona spái ég byrjunarliðinu
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Tekkland
Lars Lagerback landsliðsþjálfari Íslands.
Lars Lagerback landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson er í líklegu byrjunarliði.
Ragnar Sigurðsson er í líklegu byrjunarliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði.
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð hefur verið í stuði með Heerenveen.
Alfreð hefur verið í stuði með Heerenveen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð







Ég sit á flugvellinum í Kaupmannahöfn og bíð eftir flugi til Vínar. Þaðan verður svo haldið til Lublijana í Slóveníu þar sem Ísland leikur ansi mikilvægan leik gegn heimamönnum, leik sem gæti ráðið ansi miklu varðandi framhaldið undankeppni HM.

Gríðarleg samkeppni um stöður framarlega á vellinum gerir það að verkum að sjaldan hefur verið eins erfitt að spá fyrir um byrjunarlið en eftir að hafa rætt við málsmetandi menn ætla ég að spá þessu liði:



Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerback hugsar stórt og veit að þrjú stig í þessum leik yrðu gulls ígildi varðandi baráttuna framundan. Ef mið er tekið af síðustu æfingaleikjum er ég nokkuð viss um að hugsunin fyrir þennan leik sé einfaldlega að sækja til sigurs.

Lars vill spila 4-4-2 og erfitt að sjá að því verði breytt.

Svo lengi sem Hannes er heill verður hann í markinu. Varnarlínan er nokkuð augljós að mínu mati. Birkir Már og Ari verða bakverðir og fá að sækja fram. Á vængjunum verða svo tveir fótboltaheilar, Eiður Smári og Gylfi Þór. Margir setja spurningamerki við þá á báða á köntunum miðað við þróun vináttulandsleiksins gegn Rússlandi en Lars virkaði ánægður með þá tilraun ef mark er takandi á fréttamannafundi hans í síðustu viku,

Það yrði vissulega fróðlegt að sjá samvinnu þessara sóknarbakvarða og svo leikmanna sem báðir eru í fremstu röð.

Skiljum ekki strax við vörnina. Ragnar Sigurðsson verður í hjarta hennar en spurningin er hver mun veita honum félagsskap? Sölvi Geir Ottesen hefur verið úti í kuldanum hjá sínu félagsliði en fyrst hann er valinn í hópinn hlýtur ástæðan að vera sú að Lars treysti honum. Fyrst hann er í hópnum þá eru allar líkur á því að hann spili enda einn okkar besti varnarmaður.

Aron Einar Gunnarsson er fyrirliði liðsins og án nokkurs vafa lykilmaður. Hann verður á miðjunni. Birkir Bjarnason hefur með vinnusemi og dugnaði skipað sér í hóp vinsælustu leikmanna liðsins meðal stuðningsmanna. Hann hefur verið meðal fyrstu manna á blað hjá Lars og allar líkur á því að hann byrji. Fjölhæfni hans gerir að verkum að erfitt er að spá í hvaða stöðu hann muni spila.

Ég myndi þó ekki gapa af undrun ef Emil Hallfreðsson yrði á miðjunni í byrjunarliðinu á kostnað Birkis eða Eiðs.

Af sóknarþenkjandi leikmönnum Íslands hefur Alfreð Finnbogason verið á mesta skriðinu. Næst markahæsti leikmaður Hollands byrjar þennan leik, annað væri galið. Hann verður væntanlega frammi með Kolbeini Sigþórssyni. Sóknarlína sem á að vera ávísun á mörk.

Jóhann Berg og Steinþór Freyr eru svo vonandi tilbúnir að koma af bekknum og skapa ógn fram á við. Mennirnir á miðjunni búa yfir þeim hæfileikum að geta skipt um hlutverk og möguleikar Lars því mýmargir.

Sama hvert byrjunarliðið verður og þrátt fyrir ólíkar skoðanir sameinumst við í því að vonast við eftir hagstæðum úrslitum á þessum mikilvæga tímapunkti í riðlinum. Áfram Ísland!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner