Veigar Páll Gunnarsson telst ansi heppinn ef hann sleppur með aðeins einn leik í bann eftir rauða spjaldið sem hann fékk fyrir olnbogaskotið gegn Þór.
Upptökur af Stöð 2 Sport líta vægast sagt illa út og í raun er ekki hægt að afsaka framgöngu Veigars í þessu tiltekna atviki.
Ekki er hægt að halda því fram að hann hafi ekki vitað af andstæðingnum sem var í návígi við hann. Skírara dæmi um rautt spjald hefur ekki sést í efstu deildum í sumar.
Upptökur af Stöð 2 Sport líta vægast sagt illa út og í raun er ekki hægt að afsaka framgöngu Veigars í þessu tiltekna atviki.
Ekki er hægt að halda því fram að hann hafi ekki vitað af andstæðingnum sem var í návígi við hann. Skírara dæmi um rautt spjald hefur ekki sést í efstu deildum í sumar.
Afsakanir varðandi eitthvað sem hann hafði þurft að þola fyrr í leiknum eru ekki teknar gildar. Þetta sem hann gerir er óafsakanlegt.
Þetta er vissulega gríðarlega óvænt, eitthvað sem ekki var hægt að búast við af eins reyndum leikmanni.
Þessi dómur, ákvörðunin að lyfta rauða spjaldinu, hefur skapað mikil viðbrögð og margir komið Veigari til varnar. Veigar er frábær leikmaður en það skiptir engu máli í þessari umræðu.
Hann ætti að rétta upp höndina, viðurkenna að hafa látið skapið hlaupa með sig í gönur og biðjast afsökunar. Þá er auðveldara að skilja þetta atvik eftir og horfa fram á veginn. Allar tilraunir Stjörnufólks, hvort sem um ræðir starfsfólk eða stuðningsmenn, til að verja þessa framkomu gera bara illt verra.
Ekki veit ég hvað Magnús Þórisson dómari skrifaði í skýrsluna sína. Það er ljóst að ansi fróðlegur fundur er framundan hjá aganefnd KSÍ eftir einhverjar klukkustundir. Þar væri gaman að vera fluga á vegg.
Athugasemdir