Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   fim 14. mars 2013 13:00
Elvar Geir Magnússon
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Maðurinn með brottrekstrarblætið
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Zamparini segir Gian Piero Gasperini hvernig hlutirnir eiga að vera.
Zamparini segir Gian Piero Gasperini hvernig hlutirnir eiga að vera.
Mynd: Getty Images
Zamparini fær sér köku þegar hann var búinn að eiga Palermo í tíu ár.
Zamparini fær sér köku þegar hann var búinn að eiga Palermo í tíu ár.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Hann er duglegur að koma með ábendingar til þjálfara.
Hann er duglegur að koma með ábendingar til þjálfara.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Hann gefur líka skipanir á æfingum!
Hann gefur líka skipanir á æfingum!
Mynd: Getty Images
Það er aðeins einn Maurizio Zamparini, sem betur fer. Árið 2002 seldi þessi viðskiptamaður ítalska félagið Venezia og keypti Palermo, félag sem hefur verið í hans eigu síðan.

Þolinmæði er eiginleiki sem Zamparini býr ekki yfir eins og augljóslega má sjá á fjölda þeirra stjórnarmanna, leikmanna og þjálfara sem hafa starfað fyrir Palermo í eigendatíð hans.

Skoðum aðeins yfirstandandi tímabil hjá Palermo í ítölsku A-deildinni. Giuseppe Sannino var þjálfarinn þegar tímabilið hófst. Hann var rekinn eftir þrjár umferðir og Gian Piero Gasperini tók við. Gasperini var svo rekinn 4. febrúar og tók Alberto Malesani við liðinu. Sá kappi entist í 19 daga áður en hann var rekinn. Var þá Gasperini endurráðinn.

Gasperini fékk nokkra leiki áður en hann var rekinn aftur frá félaginu og „nýr" þjálfari ráðinn, hver annar en Sannino sem stýrði liðinu í upphafi tímabils!

Ef við tökum þessi 24 ár samtals sem Zamparini hefur verið eigandi Venezia og Palermo hefur hann í 51 skipti kallað þjálfara inn á skrifstofu sína til að segja „þú ert rekinn!" - Það er í raun ótrúlegt að þjálfarar séu enn til í að svara kalli mannsins og taka við starfi hjá honum.

Öllum þessum þjálfaraskiptum fylgja sífelldar breytingar á leikmannahópnum. Sífellt ræður Zamparini inn nýja menn til að byggja upp nýtt lið. Í miðri uppbyggingu er síðan stígvélið tekið fram. Leikmenn eru líklega bara á verktakagreiðslum.

Það kemur því kannski á óvart að einhverjir veðbankar hafa boðið upp á möguleikann „Mun Zamparini reka einhvern þjálfara í hálfleik á tímabilinu?"

Það er eðlilegt að menn telji að það séu ekki allar skrúfur á réttum stað hjá Zamparini en sama hvað gengur á mun hann aldrei telja að vandamál félagsins sé líklega bara hann sjálfur. Þó reynt hafi verið að ráðast á hann og eggjum kastað í bíl hans segist hann í viðtölum vera elskaður af fólkinu í Palermo.

Vissulega hefur hann gert margt gott fyrir þetta félag. Hann keypti það þegar liðið var í B-deildinni og það fór upp í A-deildina á öðru ári. Síðan þá hefur liðið oft endað í efri helmingi deildarinnar og tekið þátt í Evrópukeppni. En í dag er staðan svört og Palermo situr í fallsæti.

Oft og mörgum sinnum hefur Zamparini hótað að yfirgefa Palermo. Flestir hafa mjög gaman að þessum „vitleysing" og hann hefur alltaf verið óhræddur við að segja skoðun sína í fjölmiðlum og talar hreint út.

Lítum á nokkur fræg ummæli frá honum sem hafa búið til fyrirsagnir:

„Liðið er samansafn af litlum stelpum," - Eftir tap gegn Torino.

„Það er 1% líkur á að Rossi verði áfram þjálfari. Það er búið að skemma liðið. Hann er búinn að eyðileggja Palermo liðið mitt. Ég hefði átt að reka hann um jólin." - Um Delio Rossi sem var rekinn skömmu síðar.

„Ég gerði mistök með því að reka Rossi. Ég bið stuðningsmenn afsökunar. Rossi er frábær þjálfari. Hann er eins og konan mín, ég vil eiga hann einn." - Rossi var endurráðinn fimm vikum síðar.

„Ég mun skera af þeim eistun og borða þau í salatinu mínu." - Um leikmenn Palermo.

„Englendingar eru sjóræningjar." - Ósáttur við að ensk félög voru að sækja í unga ítalska leikmenn.

„Við ættum að taka þessa dómara og henda þeim í fangelsi." - Ekki sáttur við dómgæsluna í tapi gegn Cagliari.

„Ítalía er land farsa og fáránleika. Við erum ekki eðlileg þjóð."

„Sé ég eftir því að hafa rekið Stefano Pioli? Ég er að borða annað eistað mitt. Ég er þegar búinn með hitt."

„Ef ég myndi hugsa út í peningana sem ég hef eytt í þjálfara... þá myndi mér líða eins og ég hefði skotið sjálfan mig."

„Þegar ég talaði um Adrian Mutu og lýsti honum sem ‘brjáluðum litlum sígauna’ ætlaði ég ekki að móðga hann."

„Hann kom okkur í þessi vandræði og hann skal koma okkur út úr þeim." - Um þjálfarann Francesco Guidolin.

„Ég vona að West Ham slái okkur út úr UEFA Cup, annars er ég viss um að við töpum á sunnudaginn gegn Chievo."

„Ég get líka staðfest að erlent félag bauð 50 milljónir evra í Pastore í gær. Frá hvaða landi var félagið? Íslandi." - Slær á létta strengi á fréttamannafundi.

Þessi pistill er til heiðurs þeim þjálfurum sem hafa starfað hjá Palermo síðustu 12 ár:
Massimo Morgia
Giuliano Sonzogni
Ezio Sella
Bortolo Mutti
Roberto Pruzzo
Ezio Glerean
Daniele Arrigoni
Nedo Sonetti
Silvio Baldini
Francesco Guidolin
Luigi Delneri
Giuseppe Papadopulo
Francesco Guidolin
Renzo Gobbo
Rosario Pergolizzi
Francesco Guidolin
Stefano Colantuono
Francesco Guidolin
Stefano Colantuono
Davide Ballardini
Walter Zenga
Delio Rossi
Serse Cosmi
Delio Rossi
Stefano Pioli
Devis Mangia
Bortolo Mutti
Giuseppe Sannino
Gian Piero Gasperini
Alberto Malesani
Gian Piero Gasperini
Giuseppe Sannino
Athugasemdir
banner
banner
banner