Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
KDA KDA
 
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Elvar er ritstjóri Fótbolta.net. Sér einnig um útvarpsþáttinn á X-inu. Hefur starfað sem íþróttafréttamaður á DV, Fréttablaðinu og Vísi.

Elvar er á twitter: @elvargeir
mið 05.des 2012 16:30 Elvar Geir Magnússon
Sveitasetrið La Masia Sveitasetrið La Masia var byggt árið 1702. Það var svo 252 árum síðar sem fótboltafélagið Barcelona keypti La Masia sem í dag orðið frægt nafn í fótboltaheiminum enda samheiti yfir akademíu félagsins og þaðan hafa margir af bestu leikmönnum heims komið. Meira »
fim 22.nóv 2012 13:45 Elvar Geir Magnússon
Benítez byrjar á botninum Þegar ég skrifaði frétt upp úr Daily Mail á þriðjudagskvöldinu síðasta hélt ég að um væri að ræða enn eitt bullið í ensku pressunni. Rafa Benítez var orðaður við Chelsea. Innan við sólarhring síðar var Spánverjinn kominn með penna í hendurnar og skrifaði undir. Meira »
þri 30.okt 2012 08:00 Elvar Geir Magnússon
Heróín-dómarinn frá Ekvador Byron Moreno er nafn sem hefur skotist upp í umræðuna á Ítalíu eftir skandalinn á Stadio Angelo Massimino á sunnudag. Moreno er frægasti spillti dómari sögunnar en hann situr nú bak við lás og slá. Meira »
lau 13.okt 2012 15:40 Elvar Geir Magnússon
Lærdómur í Tirana Gærdagurinn var heldur betur annasamur en endirinn var eins og í Disney-mynd og íslenska landsliðið sótti þrjú stig á erfiðan útivöll í Albaníu.

Umræðan fyrir leikinn snérist þó aðallega að ansi óheppilegum ummælum Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsfyrirliða, þar sem hann lét út úr sér að í Albaníu væru mestmegnis glæpamenn. Meira »
fim 16.ágú 2012 14:25 Elvar Geir Magnússon
Af hverju? „Hann hefur dæmt mjög vel í sumar," sagði ég við Tómas Þór Þórðarson blaðamann á Morgunblaðinu, vin minn og kollega, á ónefndum leik um daginn.

„Er ekki hægt að segja það um alla dómara í Pepsi-deildinni nema kannski Þórodd Hjaltalín?" svaraði Tómas. Meira »
fim 28.jún 2012 08:00 Elvar Geir Magnússon
Notum þessar upptökur... eftir á Kominn er tími á að sjónvarpsupptökur séu notaðar í vissum tilfellum í íslenska fótboltanum. Umhverfi og umgjörð fótboltans eru að þróast og nú á að stíga skrefið í þá átt að notfæra sér upptökur frá völlunum til að leiðrétta refsingar vegna augljóslega rangra ákvarðana varðandi brottvísanir. Meira »
mið 16.maí 2012 11:30 Elvar Geir Magnússon
Guðjón vill ekki tala við okkur Sjónarmið Grindvíkinga eftir 4-3 tapleik liðsins gegn Fram í gær kom ekki fram hér á Fótbolta.net. Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindvíkinga, hefur neitað að tala við fréttaritara síðunnar eftir tvo síðustu leiki liðsins. Meira »
mið 28.mar 2012 14:30 Elvar Geir Magnússon
Milli vonar og ótta - Styttist í sumarið Íslandsmótið í fótbolta fer ekki fram í febrúar og mars. Undirbúningstímabilið er í fullum gangi og eins og venjan er í fótbolta hefur gengi liða Pepsi-deildarinnar verið ansi misjafnt.

Áherslur liðanna eru misjafnar, sum lið hafa ekki fengið alla útlendingana sína, sum hafa verið mjög óheppin með meiðsli á meðan önnur virðast bara vera tilbúin í átökin. Síðustu daga hef ég hlerað stuðningsmenn úr hverju liði í deildinni og skoðaði aðeins hvernig fólkinu í stúkunni lýst á komandi sumar. Meira »
mið 21.mar 2012 17:15 Elvar Geir Magnússon
Kean býr sig undir að reka lífverðina Þeir voru algjörlega bugaðir stuðningsmennirnir sem ég hitti í Blackburn fyrir áramót þegar ég fór á leik Blackburn og West Brom. Þeir mættu á völlinn af skyldurækni frekar en til ánægju.

Ekkert nema fall blasti við liðinu. Steve Kean var talinn í sama gæðaflokki sem knattspyrnustjóri og Ronald McDonald. Indversku kjúklingabændurnir voru hættir að þora að mæta á völlinn. Ekki einn einasti stuðningsmaður virtist trúa því að liðið gæti bjargað sér. Meira »
mið 01.feb 2012 17:15 Elvar Geir Magnússon
Að vera eða vera ekki enskur Tvö gríðarlega umtöluð mál komu upp á enskum fótboltavöllum seint á síðasta ári. Í fyrra málinu var leikmaður ásakaður um kynþáttaníð frá mótherja sínum en í því síðara var leikmaður ásakaður um kynþáttaníð frá mótherja sínum.

Þessi tvö mál voru svo sett í tvo misjafna farvegi. Tilviljun? Það er enginn að fara að segja mér það. Meira »