Gærdagurinn var heldur betur annasamur en endirinn var eins og í Disney-mynd og íslenska landsliðið sótti þrjú stig á erfiðan útivöll í Albaníu.
Umræðan fyrir leikinn snérist þó aðallega að ansi óheppilegum ummælum Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsfyrirliða, þar sem hann lét út úr sér að í Albaníu væru mestmegnis glæpamenn.
Meira »
„Hann hefur dæmt mjög vel í sumar," sagði ég við Tómas Þór Þórðarson blaðamann á Morgunblaðinu, vin minn og kollega, á ónefndum leik um daginn.
„Er ekki hægt að segja það um alla dómara í Pepsi-deildinni nema kannski Þórodd Hjaltalín?" svaraði Tómas. Meira »
„Er ekki hægt að segja það um alla dómara í Pepsi-deildinni nema kannski Þórodd Hjaltalín?" svaraði Tómas. Meira »
Kominn er tími á að sjónvarpsupptökur séu notaðar í vissum tilfellum í íslenska fótboltanum. Umhverfi og umgjörð fótboltans eru að þróast og nú á að stíga skrefið í þá átt að notfæra sér upptökur frá völlunum til að leiðrétta refsingar vegna augljóslega rangra ákvarðana varðandi brottvísanir.
Meira »
Sjónarmið Grindvíkinga eftir 4-3 tapleik liðsins gegn Fram í gær kom ekki fram hér á Fótbolta.net. Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindvíkinga, hefur neitað að tala við fréttaritara síðunnar eftir tvo síðustu leiki liðsins.
Meira »
Íslandsmótið í fótbolta fer ekki fram í febrúar og mars. Undirbúningstímabilið er í fullum gangi og eins og venjan er í fótbolta hefur gengi liða Pepsi-deildarinnar verið ansi misjafnt.
Áherslur liðanna eru misjafnar, sum lið hafa ekki fengið alla útlendingana sína, sum hafa verið mjög óheppin með meiðsli á meðan önnur virðast bara vera tilbúin í átökin. Síðustu daga hef ég hlerað stuðningsmenn úr hverju liði í deildinni og skoðaði aðeins hvernig fólkinu í stúkunni lýst á komandi sumar. Meira »
Áherslur liðanna eru misjafnar, sum lið hafa ekki fengið alla útlendingana sína, sum hafa verið mjög óheppin með meiðsli á meðan önnur virðast bara vera tilbúin í átökin. Síðustu daga hef ég hlerað stuðningsmenn úr hverju liði í deildinni og skoðaði aðeins hvernig fólkinu í stúkunni lýst á komandi sumar. Meira »
Þeir voru algjörlega bugaðir stuðningsmennirnir sem ég hitti í Blackburn fyrir áramót þegar ég fór á leik Blackburn og West Brom. Þeir mættu á völlinn af skyldurækni frekar en til ánægju.
Ekkert nema fall blasti við liðinu. Steve Kean var talinn í sama gæðaflokki sem knattspyrnustjóri og Ronald McDonald. Indversku kjúklingabændurnir voru hættir að þora að mæta á völlinn. Ekki einn einasti stuðningsmaður virtist trúa því að liðið gæti bjargað sér. Meira »
Ekkert nema fall blasti við liðinu. Steve Kean var talinn í sama gæðaflokki sem knattspyrnustjóri og Ronald McDonald. Indversku kjúklingabændurnir voru hættir að þora að mæta á völlinn. Ekki einn einasti stuðningsmaður virtist trúa því að liðið gæti bjargað sér. Meira »
Tvö gríðarlega umtöluð mál komu upp á enskum fótboltavöllum seint á síðasta ári. Í fyrra málinu var leikmaður ásakaður um kynþáttaníð frá mótherja sínum en í því síðara var leikmaður ásakaður um kynþáttaníð frá mótherja sínum.
Þessi tvö mál voru svo sett í tvo misjafna farvegi. Tilviljun? Það er enginn að fara að segja mér það. Meira »
Þessi tvö mál voru svo sett í tvo misjafna farvegi. Tilviljun? Það er enginn að fara að segja mér það. Meira »
Það hefur hreinlega verið unaður að fylgjast með fyrstu tólf umferðum ensku úrvalsdeildarinnar.
Mikill fjöldi fjörugra leikja, glæsitilþrif, litríkir karakterar, óvæntar uppákomur, dómaraskandalar, óþekkt innan vallar sem utan og kaffistofurnar ráða ekki við að fara yfir það sem er í gangi. Meira »
Mikill fjöldi fjörugra leikja, glæsitilþrif, litríkir karakterar, óvæntar uppákomur, dómaraskandalar, óþekkt innan vallar sem utan og kaffistofurnar ráða ekki við að fara yfir það sem er í gangi. Meira »
Óhætt er að segja að gósentíð sé hjá íslenskum fótboltaáhugamönnum hvað varðar leigubílasögur. Ljóst er að Ólafur Jóhannesson mun láta af störfum sem landsliðsþjálfari eftir undankeppnina og eru ýmsar getgátur og sögusagnir á lofti um hver muni taka við keflinu.
Meira »
Andre Villas-Boas var í vikunni ráðinn knattspyrnustjóri Chelsea aðeins 33 ára að aldri. Þessi athyglisverði maður var kallaður litla gulrótin þegar hann lék í utandeild Portúgals sem unglingur.
Meira »