Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   fim 21. mars 2013 17:10
Elvar Geir Magnússon
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Vel undirbúnir fyrir bardagann
Elvar Geir Magnússon skrifar frá Slóveníu
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Tekkland
Gylfi og Eiður á æfingu í dag.
Gylfi og Eiður á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Þorgrímur Þráinsson og Siggi Dúlla í mikilvægum verkum.
Þorgrímur Þráinsson og Siggi Dúlla í mikilvægum verkum.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon







Íslenska landsliðið er vel undirbúið fyrir leikinn gegn Slóveníu sem fram fer á morgun. Liðið hefur fengið fleiri daga en oft áður til undirbúnings og leikmenn eru vel meðvitaðir um að leikurinn er einn af úrslitaleikjum okkar í þessum riðli.

Snjórinn setti smá strik í reikninginn við komuna til Slóveníu en veðrið hefur tekið stakkaskiptum, var prýðilegt í dag og spáð að svo verði einnig á morgun.

Ekki er hægt að kvarta undir undirbúningi og aðbúnaði og allur leikmenn tilbúnir í verkefnið stóra sem bíður á morgun.

Heimir Hallgrímsson gaf hluta af íslensku fjölmiðlamönnunum hér smá innsýn inn í starf hans og Lars Lagerback og sýndi brot úr þeim fyrirlestrum sem þeir hafa haldið á fundum með hópnum.

Það er þó erfitt að rýna mikið í það hvernig slóvenska liðið mun spila á morgun enda urðu þjálfaraskipti hjá liðinu um síðustu áramót þegar Srecko Katanec tók við stjórnartaumunum. Hann hefur gert tilraunir með leikkerfi og lék þriggja manna vörn með misheppnuðum árangri í síðasta leik.

Óvíst er hvort hann muni gera aðra tilraun með það kerfi með breyttum áherslum eða fara aftur í fjögurra manna varnarlínu. Sama hvort verður er ljóst að bakverðir liðsins munu vera duglegir að sækja fram.

Þekktasti leikmaður liðsins er líklega Samir Handanovic sem hefur varið mark Inter með ágætum en frammistaða hans í síðustu leikjum landsliðsins hefur verið undir væntingum, mistökin of mörg og verður vonandi framhald á því á morgun!

Slóvenum hefur ekki vegnað vel í undankeppninni og er víst ekki mikil bjartsýni meðal fótboltaáhugamanna landsins fyrir leiknum á morgun. Það má búast við jafnri baráttu og vonandi verður skemmtanagildið hátt og leikurinn opinn eins og Gylfi Þór Sigurðsson sagðist í viðtali búast við.

Fjórir íslenskir fjölmiðlamenn eru mættir til Lúblíjana til að fjalla um leikinn og eru allir á sama hóteli miðsvæðis. Borgin er hugguleg og hreinleg og allt eins og best verður á kosið.

Þá er leikvangurinn sem spilað verður á stórglæsilegur að sögn þeirra sem þangað hafa komið. Íslenska liðið æfði þar á þriðjudaginn en þetta er leikvangur sem íslenskir fótboltaáhugamenn geta vel öfundað Slóvena af. Hann tekur 16 þúsund manns í sæti og er einfaldlega á allt öðrum klassa en okkar þjóðarleikvangur. Förum ekki nánar í það.

Það eru öll merki um að við fáum hörkuleik á morgun en hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá æfingu landsliðsins sem fram fór í hádeginu í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner