Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 12. maí 2019 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Bjarni Helga spáir í 3. umferð Pepsi Max kvenna
Bjarna Helgason blaðamaður á Morgunblaðinu.
Bjarna Helgason blaðamaður á Morgunblaðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skorar Magdalena sigurmark Selfoss?
Skorar Magdalena sigurmark Selfoss?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
3. umferðin í Pepsi Max-deild kvenna hefst í dag með leik ÍBV og Þórs/KA í Vestmannaeyjum klukkan 14:00. Umferðin heldur síðan annað kvöld og lýkur síðan á þriðjudaginn með leik Vals og Stjörnunnar.

Hörður Snævar Jónsson ritstjóri 433.is spáði öllum leikjunum í 2. umferðinni rétt. Nú er hinsvegar komið að Bjarna Helgasyni blaðamanni hjá Morgunblaðinu og fyrrum starfsmanni hjá 433.is að spá í 3. umferðina.

ÍBV 2 - 2 Þór/KA (14:00 í dag)
ÍBV hefur tapað síðustu fimm leikjum sínum gegn Þór/KA í öllum keppnum. Það breytist í dag og Cloe Lacasse tryggir Eyjastúlkum dýrmætt stig með tveimur mörkum í dag.

HK/Víkingur 1 - 2 Selfoss (19:15 á morgun)
Selfoss stúlkur eru stigalausar og það fer illa í Ernu Guðjóns. Magdalena Reimus skorar sigurmark Selfyssinga um miðjan seinni hálfleikinn.

Keflavík 0 - 5 Breiðablik (19:15 á morgun)
Sveindísarlaust Keflavíkurlið verður í miklu basli gegn Íslandsmeisturunum. Agla María skorar þrennu, Kristín Dís eitt og Selma Sól opnar markareikning sinn í sumar.

Fylkir 1 - 0 KR (19:15 á morgun)
Berglind Rós tekur Katrínu Ómars úr umferð og þá verður ekkert að frétta hjá KR. Marija Radojicoc skorar eina mark leiksins í fyrri hálfleik.

Valur 4 - 1 Stjarnan (19:15 á morgun)
Stjarnan kemst yfir með marki frá Ranae Cuéllar á upphafsmínútunum. Elín Metta svarar með fjórum mörkum fyrir Valsliðið sem vinnur öruggan sigur þrátt fyrir að staðan verði 1-1 í hálfleik.

Sjá einnig:
Hörður Snævar Jónssn (5 réttir)
Sandra María Jessen (2 réttir)
Athugasemdir
banner