
2. umferðin í Pepsi Max-deild kvenna hefst í kvöld með þremur leikjum. Umferðin hefst á leik Keflavíkur og ÍBV.
Hörður Snævar Jónsson ritstjóri 433 er spámaður umferðarinnar en í 1. umferðinni var það Sandra María Jessen sem spáði tveimur leikjum rétt. Nú er spurning hvort Hörður Snævar geri betur.
Hörður Snævar Jónsson ritstjóri 433 er spámaður umferðarinnar en í 1. umferðinni var það Sandra María Jessen sem spáði tveimur leikjum rétt. Nú er spurning hvort Hörður Snævar geri betur.
Keflavík 1 - 3 ÍBV (18:00 í kvöld)
Landeyjahöfn er byrjuð að sigla og þá fer Jón Óli við stýrið að hitna í Eyjum. Stelpurnar frá Eyjum vinna öruggan sigur suður með sjó.
Selfoss 0 - 4 Breiðablik (19:15 í kvöld)
Besta liðið á undirbúningstímabilinu, Blikar eiga bara eftir að verða betri. Eru að fá Berglind á fullt og stelpurnar sem hafa verið í háskóla eru að tínast inn. Göngutúr í garðinum fyrir Steina Halldórs.
Stjarnan 2 - 1 HK/Víkingur (19:15 í kvöld)
Stjarnan tekur annan sigurinn í röð, mikið breytt lið hjá Kristjáni Guðmundssyni en tveir auðveldir heimaleikir í byrjun koma liðinu í fínan takt.
Þór/KA 3 - 0 Fylkir (18:00 á morgun)
Ég sé ekki i kortunum að Fylkir fari Norður og geri eitthvað, Borgarstjórinn kemst á blað og hendir í tvö.
KR 0 - 5 Valur (19:15 á morgun)
KR hefur tjaldað meira til en síðustu ár en slæmt tap í fyrstu umferð lemur sjálfstraustið aðeins úr liðinu. Pétur Pétursson er með dýrasta lið landsins, klára þennan leik án þess að fara úr 1. gír.
Sjá einnig:
Sandra María Jessen (2 réttir)
Athugasemdir