Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 01. júlí 2014 08:30
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið 8. umferðar 1. deildar: Ævar aftur í liðinu
Edvard Börkur Óttharsson, varnarmaður Leiknis.
Edvard Börkur Óttharsson, varnarmaður Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Magnússon, leikmaður HK.
Davíð Magnússon, leikmaður HK.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Stefán Þór Pálsson, leikmaður KA.
Stefán Þór Pálsson, leikmaður KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ævar Ingi Jóhannesson, leikmaður KA, var maður umferðarinnar í sjöundu umferð 1. deildar og heldur sæti sínu í úrvalsliðinu fyrir áttundu umferðina. Liðsfélagi hans, Stefán Þór Pálsson, er einnig í liðinu eftir 3-0 útisigur gegn Haukum þar sem Stefán skoraði tvívegis.



HK-ingar unnu 2-1 útisigur gegn Grindavík þar sem miðvörðurinn Davíð Magnússon lagði upp eitt og skoraði annað. Þá var Beitir Ólafsson flottur í markinu.

Leiknir hélt enn einu sinni hreinu og vann 2-0 sigur gegn Víkingi Ólafsvík. Hilmar Árni Halldórsson heldur áfram að fara á kostum og þá átti Edvard Börkur Óttharsson frábæran leik í vörninni.

Skagamenn slátruðu BÍ/Bolungarvík 6-0 fyrir vestan og eiga tvo fulltrúa í liðinu, Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson var mjög öflugur í 2-2 jafntefli Tindastóls gegn Þrótti og Selfoss á tvo menn eftir góðan útisigur gegn KV.

Ert þú á vellinum í 1. deildinni? Þú getur komið með tilnefningar í úrvalsliðið með því að senda á @elvargeir á Twitter.

Úrvalslið 8. umferðar 1. deildar:
Beitir Ólafsson – HK

Davíð Magnússon – HK
Andy Pew – Selfoss
Edvard Börkur Óttharsson – Leiknir
Darren Lough – ÍA

Eggert Kári Karlsson – ÍA
Magnús Ingi Einarsson – Selfoss
Ævar Ingi Jóhannesson – KA
Benjamín Gunnlaugarson – Tindastóll

Hilmar Árni Halldórsson – Leiknir
Stefán Þór Pálsson – KA

Sjá einnig:
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner