Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   fim 26. júní 2014 16:45
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið 3. umferðar 1. deildar: Frestaða leiknum lokið
Eyþór Helgi Birgisson er í liðinu.
Eyþór Helgi Birgisson er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Trausti Sigurbjörnsson var öflugur í markinu.
Trausti Sigurbjörnsson var öflugur í markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Loksins er hægt að birta úrvalslið 3. umferðar 1. deildar en í vikunni fór fram frestaður leikur BÍ/Bolungarvíkur og Grindavíkur . Lauk honum með 1-1 jafntefli. Að öðru leyti fór umferðin fram fyrir rúmum mánuði síðan.

Víkingur Ólafsvík vann 3-2 útisigur gegn ÍA og á tvo fulltrúa; Eyþór Helga Birgisson og Toni Espinosa Mossi. Þá vann HK flottan sigur á KA og á tvo menn í liðinu.



Þróttur sótti þrjú stig á Selfoss þar sem Trausti Sigurbjörnsson var flottur í markinu og Karl Brynjar Björnsson öflugur í vörninni. Haukar og Tindastóll gerðu 1-1 jafntefli og Leiknir vann útisigur gegn KV þar sem Hilmar Árni Halldórsson skoraði sigurmarkið.

Ert þú á vellinum í 1. deildinni? Þú getur komið með tilnefningar í úrvalsliðið með því að senda á @elvargeir á Twitter.

Úrvalslið 3. umferðar 1. deildar:
Trausti Sigurbjörnsson – Þróttur

Matthías Kroknes Jóhannsson – BÍ/Bolungarvík
Karl Brynjar Björnsson - Þróttur
Björn Anton Guðmundsson - Tindastóll
Daníel Leó Grétarsson - Grindavík

Brynjar Hlöðversson – Leiknir
Aron Lloyd Green – Þróttur
Hilmar Árni Halldórsson – Leiknir

Toni Espinosa Mossi - Víkingur Ólafsvík
Eyþór Helgi Birgisson - Víkingur Ólafsvík
Guðmundur Atli Steinþórsson - HK

Sjá einnig:
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner