Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mán 16. júní 2014 15:00
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið 6. umferðar 1. deildar: Fjórir HK-ingar
Atli Valsson var bestur þegar HK vann Víking Ólafsvík.
Atli Valsson var bestur þegar HK vann Víking Ólafsvík.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Garðar Gunnlaugsson hlóð í þrennu.
Garðar Gunnlaugsson hlóð í þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK-ingar unnu flottan sigur gegn Víkingi Ólafsvík 4-2 í 1. deildinni um helgina og eru fjórir leikmenn Kópavogsliðsins í úrvalsliði 6. umferðar deildarinnar. Þar á meðal er miðjumaðurinn Atli Valsson sem var besti maður vallarins.



Trausti Sigurbjörnsson hefur átt frábært tímabil í marki Þróttar en liðið gerði jafntefli við Grindavík þrátt fyrir að vera manni færri nánast allan tímann. Alexander Veigar Þórarinsson átti virkilega öfluga innkomu í leiknum.

Garðar Gunnlaugsson setti þrennu þegar ÍA vann 5-0 sigur á Tindastóli og leiðir sóknarlínuna. Haukar eiga tvo fulltrúa eftir 4-1 útisigur gegn KV og Jóhann Helgason var besti leikmaður KA í sigri gegn BÍ/Bolungarvík.

Ert þú á vellinum í 1. deildinni? Þú getur komið með tilnefningar í úrvalsliðið með því að senda á @elvargeir á Twitter.

Úrvalslið 6. umferðar 1. deildar:
Trausti Sigurbjörnsson – Þróttur

Davíð Magnússon – HK
Andri Geir Alexandersson – HK
Bjarki Aðalsteinsson – Selfoss

Alexander Veigar Þórarinsson - Þróttur
Jóhann Helgason – KA
Atli Valsson – HK
Hilmar Rafn Emilsson – Haukar

Brynjar Benediktsson – Haukar
Garðar Gunnlaugsson – ÍA
Guðmundur Atli Steinþórsson – HK

Sjá einnig:
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner