Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 06. júní 2014 16:15
Alexander Freyr Tamimi
Úrvalslið 4. umferðar 1. deildar: Fjórir úr KV
Tomasz Luba var frábær gegn Grindavík.
Tomasz Luba var frábær gegn Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Guðrúnarson, leikmaður KV.
Davíð Guðrúnarson, leikmaður KV.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Jón Vilhelm Ákason, leikmaður ÍA.
Jón Vilhelm Ákason, leikmaður ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Enn á eftir að leika einn leik í 3. umferð 1. deildar og því birtist úrvalslið þeirrar umferðar ekki strax. En í gærkvöldi lauk 4. umferðinni og höfum við með hjálp lesenda sett saman gríðarlega sterkt úrvalslið. Fleiri gerðu tilkall en aðeins var pláss fyrir fjóra.



Leiknismenn tróna á toppnum með fullt hús stiga en þeir unnu 2-0 sigur gegn Haukum. Hilmar Árni Halldórsson skoraði gull af marki og er í liðinu ásamt miðverðinum Óttari Bjarna Guðmundssyni en Breiðhyltingar hafa enn ekki fengið á sig mark í deildinni.

Í markinu er einmitt fyrrum leikmaður Leiknis, Trausti Sigurbjörnsson. Trausti átti frábæran leik í marki Þróttar í 0-1 tapi gegn ÍA en Þróttarar léku manni færri stærstan hluta leiksins.

KV vann sinn fyrsta sigur í 1. deild í sögunni og gerði það með miklum stæl. Vesturbæjarliðið slátraði BÍ/Bolungarvík 5-0 á útivelli og á fjóra fulltrúa í liðinu.

Hallgrímur Mar Steingrímsson var maður leiksins í stórsigri KA gegn Tindastóli og Ólafsvíkingar unnu öflugan sigur gegn Grindavík á útivelli og á tvo fulltrúa.

Verður þú á vellinum í 1. deildinni í sumar? Þú getur komið með tilnefningar í úrvalsliðið með því að senda á @elvargeir á Twitter.

Úrvalslið 4. umferðar 1. deildar:
Trausti Sigurbjörnsson – Þróttur

Kristinn Jens Bjartmarsson – KV
Tómas Agnarsson – KV
Óttar Bjarni Guðmundsson – Leiknir
Tomasz Luba – Víkingur Ó.
Samuel Jimenez Hernandez - Víkingur Ó.

Davíð Guðrúnarson – KV
Hilmar Árni Halldórsson – Leiknir
Jón Vilhelm Ákason – ÍA

Hallgrímur Mar Steingrímsson – KA
Gunnar Helgi Steindórsson – KV

Sjá einnig:
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner