Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 12. maí 2014 15:00
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið 1. umferðar 1. deildar: Þrír Þróttarar
Eyjólfur Tómasson í Leikni er í markinu.
Eyjólfur Tómasson í Leikni er í markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rúnar skoraði þrennu gegn Tindastóli.
Andri Rúnar skoraði þrennu gegn Tindastóli.
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Þróttarar unnu frábæran 4-1 útisigur gegn Haukum í fyrstu umferð 1. deildar á föstudaginn. Það er vel við hæfi að Þróttur eigi flesta fulltrúa í úrvalsliði umferðarinnar eða þrjá samtals. Fleiri í liðinu gerðu tilkall í liðið.



Andri Rúnar Bjarnason hlóð í þrennu þegar BÍ/Bolungarvík vann Tindastól en það stefnir í erfitt sumar hjá Sauðkrækingum. ÍA á tvo fulltrúa eftir heimasigur gegn Selfossi og Steinar Már Ragnarsson var maður leiksins þegar Víkingur Ólafsvík vann útisigur gegn KA.

Þá vann Leiknir ansi sterkan sigur gegn Grindavík. Nánast öll varnarlína liðsins gerði tilkall í liðið en þar eru þó markvörðurinn Eyjólfur Tómasson og Brynjar Hlöðversson sem var frábær sem djúpur miðjumaður.

Verður þú á vellinum í 1. deildinni í sumar? Þú getur komið með tilnefningar í úrvalsliðið með því að senda á @elvargeir á Twitter.

Úrvalslið 1. umferðar 1. deildar:
Eyjólfur Tómasson - Leiknir

Hreinn Ingi Örnólfsson - Þróttur
Ármann Smári Björnsson - ÍA
Emir Dokara – Víkingur Ó.

Brynjar Hlöðvarsson - Leiknir
Andri Adolphsson - ÍA
Vilhjálmur Pálmason - Þróttur
Viktor Unnar Illugason - HK

Steinar Már Ragnarsson – Víkingur Ó.
Andri Rúnar Bjarnason – BÍ/Bolungarvík
Matt Eliason - Þróttur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner