Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 10. júní 2014 15:15
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið 5. umferðar 1. deildar: Eyjólfur í marki í þriðja sinn
Eyjólfur er búinn að skella í lás.
Eyjólfur er búinn að skella í lás.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hilmar Rafn Emilsson.
Hilmar Rafn Emilsson.
Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson
Eyjólfur Tómasson, markvörður Leiknis, hefur haldið marki sínu hreinu í fyrstu fimm umferðum 1. deildar karla. Breiðhyltingar gerðu markalaust jafntefli við KA í gær og var Eyjólfur maður leiksins.

Hann er í úrvalsliði umferðarinnar í þriðja sinn á tímabilinu. Atli Sveinn Þórarinsson Í KA átti einnig góðan leik og er í liðinu.



Liðsheildin hjá ÍA var í aðalhlutverki í sigri gegn HK en fyrirliðinn Ármann Smári Björnsson er fulltrúi Skagamanna.

Aron Jóhannsson og Hilmar Rafn Emilsson voru frábærir þegar Haukar unnu BÍ/Bolungarvík og KV fær tvo leikmenn í liðinu eftir glæsilegan sigur gegn Grindavík.

Emir Dokara og Alfreð Hjaltalín voru bestu menn Víkings Ólafsvík sem vann Þrótt og Selfyssingar eiga tvo í úrvalsliðinu eftir 3-0 sigur gegn Tindastóli.

Verður þú á vellinum í 1. deildinni í sumar? Þú getur komið með tilnefningar í úrvalsliðið með því að senda á @elvargeir á Twitter.

Úrvalslið 5. umferðar 1. deildar:
Eyjólfur Tómasson – Leiknir

Þorsteinn Daníel Þorsteinsson – Selfoss
Ármann Smári Björnsson - ÍA
Atli Sveinn Þórarinsson – KA
Emir Dokara – Víkingur Ó.

Garðar Ingi Leifsson – KV
Einar Ottó Antonsson – Selfoss
Aron Jóhannsson – Haukar
Hilmar Rafn Emilsson – Haukar

Alfreð Hjaltalín – Vikingur Ó.
Magnús Bernhard Gíslason – KV

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner