Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   mán 11. ágúst 2014 17:00
Elvar Geir Magnússon
Spáin fyrir enska - 17. sæti: QPR
Lokastaða síðast: 5. sæti í Championship
Enski upphitun
Joey Barton er mættur aftur í úrvalsdeildina.
Joey Barton er mættur aftur í úrvalsdeildina.
Mynd: Getty Images
Harry Redknapp er stjóri QPR.
Harry Redknapp er stjóri QPR.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand er orðinn leikmaður QPR.
Rio Ferdinand er orðinn leikmaður QPR.
Mynd: Getty Images
Við kynnum liðin í ensku úrvalsdeildinni í samvinnu við Stöð 2 Sport 2 eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Nýliðar QPR undir stjórn Harry Houdini lenda í 17. sæti og rétt ná að bjarga sér frá falli.

Um liðið: QPR komst í umspil Championship-deildarinnar og vann Derby naumlega í úrslitaleik. Liðið var alls ekki sannfærandi stóran hluta tímabilsins en seiglan skilaði stigum í hús. Enn og aftur fær QPR tækifæri á byrjunarreit með leikmönnum sem sóttir eru héðan og þaðan. Rio Ferdinand er mættur og verður fróðlegt að sjá hvernig hann stendur sig.

Stjórinn: Harry Redknapp
Elsti knattspyrnustjóri deildarinnar Harry Redknapp (67 ára) er í miklu uppáhaldi hjá fjölmiðlamönnum og stuðningsmönnum og skildi engan undra. Þessi litríki kappi gæti verið á sínum síðasta viðkomustað á stjóraferlinum.

Styrkleikar: Reynslan er með QPR og stór hluti leikmannahópsins þekkir þessa deild út og inn. Það er hætta á að einhverjum skorti hungur. Varnarleikurinn var öflugur síðasta tímabil og nú er Rio Ferdinand mættur með reynslu sína og ró.

Veikleikar: Liðið var ekki að bjóða stuðningsmönnum sínum í markaveislur á síðasta tímabili og oft gekk erfiðlega fyrir framan mark andstæðingana. Það vantaði þolinmæði þegar illa gekk að skapa færi og flestar tilraunirnar komu vel fyrir utan teiginn.

Talan: 90
QPR skoraði níu mörk á lokamínútunni á síðasta tímabili. Fleiri en nokkuð annað lið í Championship-deildinni.

Lærdómur frá síðustu leiktíð: Hafa meiri stöðugleika í liðsvali og sýna leikmönnum traust. QPR breytti byrjunarliði sínu margoft.

Verður að gera betur: Stjórnarmenn og eigendur félagsins hafa oft á tíðum verið barnalegir og stjórnsamir en það virðist sem betur fer á betri leið.

Lykilmaður: Joey Barton
Það er kannski erfitt að ímynda sér að Barton sé í dag það jákvæðasta á miðjunni hjá QPR. Fjölhæfni hans varnar- og sóknarlega auk leiðtogahæfileikana skiptu sköpum í baráttunni um að komast upp.

Komnir:
Steven Caulker frá Cardiff City
Rio Ferdinand frá Manchester United
Mauricio Isla frá Juventus á láni
Jordon Mutch frá Cardiff City

Farnir:
Yossi Benayoun til Maccabi Haifa
Hogan Ephraim samningslaus
Estebena Granero til Real Sociedad á ´lani
Andy Johnson samningslaus
Stephane Mbia samningslaus
Gary O'Neil til Norwich
Ji-Sung Park hættur
Luke Young samningslaus

Þrír fyrstu leikir: Hull (h), Tottenham (ú) og Sunderland (ú)

Þeir sem spáðu: Arnar Daði Arnarsson, Aron Elvar Finnsson, Elvar Geir Magnússon, Eyþór Ernir Oddsson, Gunnar Karl Haraldsson, Jóhann Ingi Hafþórsson, Kristján Blær, Magnús Valur Böðvarsson, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson, Þórir Karlsson.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10.?
11 ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. ?
16. ?
17. QPR 48 stig
18. West Brom 42 stig
19. Leicester 36 stig
20. Burnley 12 stig
Athugasemdir
banner
banner