Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   þri 12. ágúst 2014 10:00
Elvar Geir Magnússon
Spáin fyrir enska - 15. sæti: Hull
Lokastaða síðast: 16. sæti
Enski upphitun
Tom Huddlestone, miðjumaður Hull.
Tom Huddlestone, miðjumaður Hull.
Mynd: Getty Images
Steve Bruce er mikils metinn hjá Hull.
Steve Bruce er mikils metinn hjá Hull.
Mynd: Getty Images
Ahmed Elmohamady.
Ahmed Elmohamady.
Mynd: Getty Images
Við kynnum liðin í ensku úrvalsdeildinni í samvinnu við Stöð 2 Sport 2 eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Síðustu 12 mánuðir hafa verið viðburðaríkir Hull City sem spáð er 15. sætinu.

Um liðið: Hull stóð sig virkilega vel á síðasta tímabili og forðaðist fall á mun öruggari hátt en lokasætið gefur til kynna. Liðið komst í úrslit FA-bikarsins og það truflaði fókusinn á deildina. Félagið hefur fengið til sín Tom Ince og Robert Snodgrass og eru miklar vonir bundnar við þá.

Stjórinn: Steve Bruce
Bruce hefur komið með aukinn stöðugleika hjá Hull. Þessi viðkunnanlegi maður hefur verið að gera fína hluti hjá Hull og menn telja að hann sé svo sannarlega á leið í rétta átt með liðið.

Styrkleikar: Liðið á auðvelt með að aðlagast nýju leikkerfi en Hull spilaði meðal annars 5-4-1, 5-3-2 og 4-4-2 á síðasta tímabili. Liðið er byggt á traustum grunni og er sterkt varnarlega eins og sést á því að liðið fékk aðeins þremur mörkum meira á sig en Liverpool á síðasta tímabili.

Veikleikar: Skora mörk. Nikica Jelavic og Shane Long komu í janúarglugganum en enduðu samt sem áður sem markahæstu leikmenn Hull, með fjögur mörk hvor. Fulham sem féll skoraði fleiri mörk.

Talan: 241
Fjöldi fyrirgjafa frá opnum leik sem Ahmed Elmohamady framkvæmdi á síðasta tímabili. 45 meira en næsti leikmaður í deildinni.

Lærdómur frá síðustu leiktíð: Fjölhæfari sóknarleik takk fyrir. Hull spilaði nánast alltaf upp á Elmohamady á hægri vængnum. Eitthvað sem andstæðingurinn mun fljótt uppgötva.

Verður að gera betur: Stjórnarformaðurinn Assem Allam þarf að stíga varlega til jarðar til að halda stuðningsmönnum góðum. Tilraunir til að breyta nafni félagsins í Hull City Tigers féllu í grýttan jarðveg.

Lykilmaður: Tom Huddlestone
Hull þarf að stóla á að Huddlestone verði upp á sitt besta og haldi áfram á sömu braut og hann var á fyrsta tímabil sitt hjá félaginu. Á síðasta tímabili var þessi 27 ára leikmaður bæði besti sendingamaðurinn og besti tæklarinn á miðjunni.

Komnir:
Tom Ince frá Blackpool
Jake Livermore frá Tottenham Hotspur
Harry Maguire frá Sheffield United
Andrew Robertson frá Dundee United
Robert Snodgrass frá Norwich City

Farnir:
Abdoulaye Faye samningslaus
Matty Fryatt til Nottingham Forest
Robert Koren samningslaus

Þrír fyrstu leikir: QPR (ú), Stoke (h) og Aston Villa (ú)

Þeir sem spáðu: Arnar Daði Arnarsson, Aron Elvar Finnsson, Elvar Geir Magnússon, Eyþór Ernir Oddsson, Gunnar Karl Haraldsson, Jóhann Ingi Hafþórsson, Kristján Blær, Magnús Valur Böðvarsson, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson, Þórir Karlsson.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10.?
11 ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. Hull 76 stig
16. Aston Villa 67 stig
17. QPR 48 stig
18. West Brom 42 stig
19. Leicester 36 stig
20. Burnley 12 stig
Athugasemdir
banner
banner