Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 12. ágúst 2014 14:00
Elvar Geir Magnússon
Spáin fyrir enska - 14. sæti: Southampton
Lokastaða síðast: 8. sæti
Enski upphitun
Artur Boruc, markvörður Southampton.
Artur Boruc, markvörður Southampton.
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman er nýr stjóri Southampton.
Ronald Koeman er nýr stjóri Southampton.
Mynd: Getty Images
Gaston Ramirez, leikmaður Southampton.
Gaston Ramirez, leikmaður Southampton.
Mynd: Getty Images
Jay Rodriguez er ennþá hjá Southampton.
Jay Rodriguez er ennþá hjá Southampton.
Mynd: Getty Images
Við kynnum liðin í ensku úrvalsdeildinni í samvinnu við Stöð 2 Sport 2 eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Eftir að hafa lent í 8. sæti síðasta tímabil spáum við því að Southampton hrapi niður í það fjórtánda núna.

Um liðið: Fá félög hafa átt eins erfitt sumar og Southampton. Mauricio Pochettino tók við Tottenham og skyndilega voru Rickie Lambert, Adam Lallana og Luke Shaw allir horfnir á braut. Nú á að byggja upp nýtt lið. Unglingastarf Southampton er fyrir löngu heimsþekkt og nú reynir svo sannarlega á það. Talið er að nýr knattspyrnustjóri mun með tímanum þróa 5-3-2 leikkerfið hjá liðinu.

Stjórinn: Ronald Koeman
Þekktur fyrir aga og að vera góður að vinna með unga leikmenn. Gerði frábæra hluti hjá Feyenoord þegar hann tók við liðinu í mjög erfiðum málum. Hefur unnið hollenska titilinn með Ajax og PSV Eindhoven auk þess að hafa stýrt Benfica til sigurs í Portúgal.

Styrkleikar: Þrátt fyrir að hafa misst lykilmenn frá síðasta tímabili ætti markaskorun ekki að vera vandamál hjá Southampton. Dusan Tadic er mættur en hann skoraði 16 mörk og lagði upp 14 fyrir Twente í hollensku deildinni síðasta tímabil.

Veikleikar: Verið er að búa til nýtt lið með nýja lykilmenn og fyrstu mánuðir tímabilsins gætu reynst erfiðir meðan menn eru að reyna að finna taktinn.

Talan: 10
Fjöldi skota sem Jau Rodriguez átti gegn Newcastle í mars. Mesti fjöldi leikmanns í deildinni í einum leik.

Lærdómur frá síðustu leiktíð: Halda einbeitingu. Southampton tapaði 20 stigum á síðasta tímabili úr leikjum sem þeir voru að vinna.

Verður að gera betur: Pochettino hvíldi menn í bikarkeppnunum og liðið féll úr leik. Á síðustu mánuðum tímabilsins hafði liðið að litlu að keppa þegar árangur í bikarkeppnum hefði verið raunhæft markmið.

Lykilmaður: Arthur Boruc
Með þetta miklar breytingar fyrir framan sig er líklegt að mikið verði að gera hjá pólska markverðinum í upphafi móts. Boruc var saknað um mitt síðasta tímabil þegar hann var frá í sex vikur vegna handarbrots.

Komnir:
Ryan Bertrand frá Chelsea á láni
Fraser Forster frá Celtic
Graziano Pelle frá Feyenoord
Dusan Tadic frá FC Twente
Saphir Taider frá Inter Milan á láni

Farnir:
Adam Lallana til Liverpool
Dejan Lovren til Liverpool
Rickie Lambert til Liverpool
Dani Osvaldo til Inter á láni
Luke Shaw til Manchester United
Calum Chambers til Arsenal

Þrír fyrstu leikir: Liverpool (ú), West Brom (h) og West Ham (ú)

Þeir sem spáðu: Arnar Daði Arnarsson, Aron Elvar Finnsson, Elvar Geir Magnússon, Eyþór Ernir Oddsson, Gunnar Karl Haraldsson, Jóhann Ingi Hafþórsson, Kristján Blær, Magnús Valur Böðvarsson, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson, Þórir Karlsson.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10.?
11 ?
12. ?
13. ?
14. Southampton 86 stig
15. Hull 76 stig
16. Aston Villa 67 stig
17. QPR 48 stig
18. West Brom 42 stig
19. Leicester 36 stig
20. Burnley 12 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner