Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 13. ágúst 2014 07:00
Elvar Geir Magnússon
Spáin fyrir enska - 12. sæti: Crystal Palace
Lokastaða síðast: 11. sæti
Enski upphitun
Hver er ekki á Jedinak-vagninum?
Hver er ekki á Jedinak-vagninum?
Mynd: Getty Images
Íslandsvinurinn Tony Pulis.
Íslandsvinurinn Tony Pulis.
Mynd: Getty Images
Mun Jonny Williams slá í gegn?
Mun Jonny Williams slá í gegn?
Mynd: Getty Images
Við kynnum liðin í ensku úrvalsdeildinni í samvinnu við Stöð 2 Sport 2 eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við spáum því að Crystal Palace verði á svipuðu róli og síðasta tímabil.

Um liðið: Hvað næst? Það er spurningin sem stuðningsmenn Crystal Palace spyrja hvorn annan. Liðið virtist ætla að berjast á botninum þegar Tony Pulis var ráðinn og liðið sogaðist upp i 11. sætið. Ef umferðirnar eftir komu Pulis væru aðeins teknar með hafnaði liðið í áttunda sæti. Vissulega spilaði liðið ekki skemmtilegasta boltann en árangurinn talar sínu máli. Ekkert lið skaut sjaldnar að marki en árangur í föstum leikatriðum og Pulis fleytti því langt.

Stjórinn: Tony Pulis
Pulis veit vel hvað hann vill frá mönnum og er ansi beinskeyttur í sínum leikstíl. Hans hugmyndafræði kostaði hann starfið á endanum hjá Stoke en hjá Crystal Palace eru menn til í tuskið.

Styrkleikar: Varnarlínan er komin í úrvalsdeildarklassa. Það tók tíma að aðlagast en vörnin er orðin að kletti í árangri liðsins. Liðið gefst aldrei upp, Joel Ward var frábær sem bakvörður og fyrirliðinn Mile Jedinak skilaði sínu og rúmlega það á miðjunni.

Veikleikar: Finna leiðina í mark andstæðingana. Aðeins Norwich og Cardiff skoruðu færri mörk síðasta tímabil og þau lið féllu. Aðeins fimm leikmenn liðsins náðu að skora meira en eitt mark.

Talan: 4
Mörk sem Dwight Gayle skoraði eftir að hafa komið inn sem varamaður. Drjúgasti varamaður deildarinnar.

Lærdómur frá síðustu leiktíð: Ekki lenda undir. Það fer Crystal Palace ekki vel að elta. Í þeim 20 leikjum sem liðið lenti undir í tókst því ekki að vinna einn einasta. Og skoraði aðeins sjö mörk.

Verður að gera betur: Mikilvægt tímabil fyrir Jonny Williams. Þessi tvítugi miðjumaður var í meiðslavandræðum á Selhurst Park en hann fór á kostum á lánssamningi hjá Ipswich. Er hann tilbúinn undir það að sýna sig og sanna í ensku úrvalsdeildinni?

Lykilmaður: Mile Jedinak
Fyrirliðinn heillaði marga á síðasta tímabili. Drifkraftur ástralska landsliðsmannsins var aðdáunarverður. Hann hreinsaði boltann margoft í burtu, vann tæklingar og skallaeinvígi. Alvöru leikmaður.

Komnir:
Fraizer Campbell frá Cardiff City
Scott Dann frá Blackburn Rovers
Brede Hangeland frá Fulham

Farnir:
Kagisho Dikgacoi í Cardiff City
Danny Gabbidon samningslaus
Dean Moxey til Bolton Wanderers
Jonathan Parr til Ipswich Town
Aaron Wilbraham til Bristol City

Þrír fyrstu leikir: Arsenal (ú), West Ham (h) og Newcastle (ú)

Þeir sem spáðu: Arnar Daði Arnarsson, Aron Elvar Finnsson, Elvar Geir Magnússon, Eyþór Ernir Oddsson, Gunnar Karl Haraldsson, Jóhann Ingi Hafþórsson, Kristján Blær, Magnús Valur Böðvarsson, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson, Þórir Karlsson.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10.?
11 ?
12. Crystal Palace 91 stig
3. Sunderland 88 stig
14. Southampton 86 stig
15. Hull 76 stig
16. Aston Villa 67 stig
17. QPR 48 stig
18. West Brom 42 stig
19. Leicester 36 stig
20. Burnley 12 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner