Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 12. ágúst 2014 17:00
Elvar Geir Magnússon
Spáin fyrir enska - 13. sæti: Sunderland
Lokastaða síðast: 14. sæti
Enski upphitun
Drifkrafturinn John O'Shea.
Drifkrafturinn John O'Shea.
Mynd: Getty Images
Gus Poyet er í miklum metum hjá Sunderland.
Gus Poyet er í miklum metum hjá Sunderland.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Steven Fletcher.
Sóknarmaðurinn Steven Fletcher.
Mynd: Getty Images
Baráttujaxlinn Lee Cattermole mætir vel girtur til leiks.
Baráttujaxlinn Lee Cattermole mætir vel girtur til leiks.
Mynd: Getty Images
Við kynnum liðin í ensku úrvalsdeildinni í samvinnu við Stöð 2 Sport 2 eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Sunderland er spáð 13. sætinu eftir harða fallbaráttu síðasta tímabil.

Um liðið: Það var búið að dæma Sunderland niður þegar sex umferðir voru eftir af ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. En liðið náði fjórum sigurleikjum á lokasprettinum, þar á meðal gegn Manchester United og Chelsea. Gus Poyet náði að koma sjálfstrausti í hópinn, liðið er með reynslumikla vörn, spyrnusérfræðingu í Sebastian Larsson og þá Steven Fletcher og Connor Wicham fremsta. Adam Johnson er rosalega óstöðugur en getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi. Með annan sóknarmiðjumann gæti Sunderland gert fína hluti.

Stjórinn: Gus Poyet
Úrúgvæinn vann marga á sitt band með því að bjarga Sunderland frá falli. Er góður í að ná því besta fram í mönnum og er búist við því að hann geri liðið betra en í fyrra.

Styrkleikar: Sunderland kann að gíra sig í stóru leikina. Liðið reyndist bestu liðum deildarinnar ansi erfitt á síðasta tímabili. Reynsla manna eins og John O'Shea, Lee Cattermole og Wes Brown vegur þungt.

Veikleikar: Breiddin ekki mikil og liðið má ekki við meiðslum. Lánsmenn frá öðrum liðum spiluðu stór hlutverk á síðasta tímabili. Liðið þarf að bæta við sig mönnum eða treysta aftur á öfluga lánsmenn.

Talan: 6
Fjöldi sjálfsmarka sem Sunderland fékk á sig. Flest í deildinni ásamt Liverpool.

Lærdómur frá síðustu leiktíð: Halda ellefu leikmönnum á vellinum. Ekkert lið fékk fleiri rauð spjöld en Sunderland (7). Wes Brown fékk þrívegis að líta rautt. Liðið vann engan af þeim leikjum þar sem það fékk rautt spjald.

Verður að gera betur: Ef árangurinn gegn betri liðum deildarinnar er betri en gegn þeim lakari þá er hugarfarið ekki í lagi. Allt liðið verður að skoða þetta og spila jafnvel gegn West Brom og það gerir gegn Manchester City.

Lykilmaður: John O'Shea
Fyrirliðinn og leiðtoginn hefur séð þetta allt áður. Þessi 33 ára leikmaður var eins og klettur í erfiðleikum síðasta tímabils og dreif liðið áfram. Wes Brown er oft óstöðugur en það sama á ekki við um John O'Shea.

Komnir:
Patrick van Aanholt frá Chelsea
Jordi Gomez frá Wigan Athletic
Billy Jones frá West Bromwich Albion
Costel Pantilimon frá Manchester City
Jack Rodwell frá Manchester City
Santiago Vergini frá Estudiantes

Farnir:
Phil Bardsley til Stoke City
Jack Colback til Newcastle United
Carlos Cuellar samningslaus
Andrea Dossena samningslaus
Craig Gardner til West Bromwich Albion
Nacho Scocco til Newells Old Boys
Oscar Ustari til Newells Old Boys
David Vaughan til Nottingham Forest

Þrír fyrstu leikir: West Brom (ú), Man Utd (h) og QPR (ú)

Þeir sem spáðu: Arnar Daði Arnarsson, Aron Elvar Finnsson, Elvar Geir Magnússon, Eyþór Ernir Oddsson, Gunnar Karl Haraldsson, Jóhann Ingi Hafþórsson, Kristján Blær, Magnús Valur Böðvarsson, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson, Þórir Karlsson.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10.?
11 ?
12. ?
13. Sunderland 88 stig
14. Southampton 86 stig
15. Hull 76 stig
16. Aston Villa 67 stig
17. QPR 48 stig
18. West Brom 42 stig
19. Leicester 36 stig
20. Burnley 12 stig
Athugasemdir
banner